89 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
89. fundur

Mánudaginn 1. júní 2015 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson og Jón Friðrik Snorrason. Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

PD vék af fundi kl. 14:30

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sameining lóðanna Indriðastaðir 48-49 – Mál nr. 1004007

Samþykkt var á 45. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 28. apríl 2010 sameining lóðanna Indriðastaða 48 og 49.

Komið hefur í ljós að sameining lóða hefur ekki náð fram að ganga þar sem lóðir voru ekki hnitsettar. Ekki verður hægt að sameina umræddar lóðir nema að fyrirliggi samþykkt deiliskipulags hverfisins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsgjöld verði endurgreidd.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 31 – Mál nr. 1505001F

2.1

1504002 – Dagverðarnes 204, umsókn um byggingarl.2015

2.2

1505006 – Hvammsskógur 42, bygg.mál

2.3

1406004 – Hvammsskógur 28, bygg.mál

2.4

SK060032 – Dagverðarnes 16, byggingamál

2.5

1004003 – Fitjar, gistiaðstaða og samkomusalur

2.6

1307004 – Fitjar bygg.mál, breytingar á útihúsum

Byggingarleyfismál

3

Fitjahlíð 65 og 65B, umsókn um skitpingu lóðar – Mál nr. 1405006

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 80. fundi sínum að fresta málinu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði hafnað þar sem umrædd lóð er í þegar byggðu hverfi og ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Lagt er til við málsaðila að farið verði í gerð deiliskipulags þar sem umræddri lóð verði skipt upp í tvær lóðir.

4

Fitjahlíð 68 og 68A, sameining lóða – Mál nr. 1405005

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 80. fundi sínum að fresta málinu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði hafnað þar sem umrædd lóðir eru í þegar byggðu hverfi og ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Lagt er til við málsaðila að farið verði í gerð deiliskipulags þar sem umræddar lóðir verði sameinaðar.

5

Fitjahlíð 82, Umsókn um bygg.leyfi fyrir gestahúsi – Mál nr. 1304005

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 80. fundi sínum að fresta málinu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði hafnað þar sem umrædd lóð er í þegar byggðu hverfi og ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Lagt er til við málsaðila að farið verði í gerð deiliskipulags þar sem umrædd lóð verði stækkuð.

6

Hvammur I, umsókn um bygg.leyfi 2015 – Mál nr. 1504003

Ómar Pétursson sækir um, f.h. Skógræktar Ríkisins, 1. Byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús um 225m2, Flettiskýli um 108m2 og tvö viðarskýli samtals um 200m2.

2. Söðuleyfi fyrir 40 feta gám.

sbr. meðfylgjandi rissi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að umsókn byggingarleyfis verði grenndarkynnt fyrir landeiganda Hvamms sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Skipulagsmál

7

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun dags. 27. mars 2015 þar sem stofnunin fellst ekki á að fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 sé óveruleg breyting sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það er mat Skipulagsstofnunar að þar sem skipulagsáform hafa þegar verið kynnt almnenningi með auglýsingu í dagblöðum á landsvísu telur stofnunin nægja að kynna aðalskipulagstillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Það þýðir að sú kynning sem átt hefur sér stað sé ígildi lýsingar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags verði kynnt á opnum degi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

Byggingarfulltrúi fór á vettvang ásamt aðstoðarfólki þann 19. maí 2015 við mælingar á lóðum í Kiðhúsbala. Mælingaruppdráttur lagður fram á fundi.

Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:30.