Skipulags- og byggingarnefndar 142.fundur

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

142. fundur

 

8.september 2020 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

 

SV yfirgaf fund eftir lið 4

Þetta gerðist:

Fundargerðir til kynningar

1. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 57 – Mál nr. 2008002F
1.1 2008003 – Vatnsendahlíð 72, umsókn um byggingarleyfi
1.2 2008004 – Dagverðarnes 26, umsókn um byggingarleyfi fyrir bátaskýli
1.3 2005014 – Skálalækjarás 6, útsetning byggingareits o.fl
1.4 2005008 – Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi fyrir 6,0 m2 geymslu

Skipulagsmál

2. Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu – Mál nr. 2005008
Óskað er eftir að reisa allt að 10 m2 smáhýsi á lóð. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 57. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir. Nú er á lóðinni 84,7 m2 hús. Auka þarf byggingarmagn í 95 m2. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 42, 46, 48, 50 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
3. Kæra nr. 68-2020, Fitjahlíð 30 – Mál nr. 2008001
Haldinn var fundur með landeigendum Fitja, ásamt lögmanni þeirra og tveimur nefndarmönnum skipulags- og byggingarnefndar, lögmanni sveitarfélagsins og skipulagsfulltrúa þann 27. ágúst 2020. Farið var yfir málið og málin rædd.
Umsögn lögmanns sveitarfélagsins til ÚUA lögð fram og kynnt.
Landeigendur munu leggja fram frekari gögn er varðar eignarhald og hnitfest lóðamörk til sveitarfélagsins. Málinu frestað.
4. Dagverðarnes 51, byggingarmál – Mál nr. 1705002
Óskað er eftir að reisa 92,0 m2 við núverandi hús, sem er nú 143,6 m2. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 56. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir í deiliskipulagi. Heimilað byggingarmagn er 90 m2 skv. skilmálum. Eftir stækkun verður frístundarhúsið 235,6 m2. Fyrir er á lóðinni gestahús 28,8 m2. Alls verður því byggingarmagn á lóðinni 265 m2. Auka þarf byggingarmagn úr 90 m2 í 265 m2. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 1, 2, 31, 52, 53, 54, 55 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5. Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2009001
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 5, lóðir 58-61, er varðar lóð Dagverðarnes 60. Breytingin varðar þakform og vegghæð húss. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 36, 38, 40, 42, 70 og landeigendum.

Framkvæmdarleyfi

6. Vegaframkvæmd í Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2004007
Á 145. fundi hreppsnefndar var samþykkt að veita framkvæmdaleyfi er varðar endurbyggingu Skorradalsvegar á vegkaflanum frá stöð 13500 til 14260. Framkvæmdaleyfi hefur ekki verið gefið út. Vegagerðin óskar eftir að umsókn framkvæmdaleyfis verði dregin til baka.
Umræður urðu um málið á fundinum, málinu frestað.
7. Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1811007
Framkvæmdaleyfi var veitt til loka árs 2020.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óskað verði eftir fundi með Vegagerðinni til að fara yfir framkvæmdirnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45.