91 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 91

Þriðjudaginn 12. janúar 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársreikningur 2014 – Mál nr. 1512012

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur fyrir árið 2014. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.

Konráð fór yfir niðurstöðu ársreikningsins. Konráð fór einnig ítarlega yfir minnislista er varðar ábendingar vegna gerð ársreiknings 2014 sem betur mætti fara í verklagi sveitarfélagsins.

FB og JEE vilja bóka eftirfarandi:

Leggja áherslu á að tímamörk og skil á ársreikningi verði virt og staðið verði við þær dagsetningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Samþykkt að fela starfsmanni skrifstofu að semja innkaupareglur fyrir Skorradalshrepps.

Samþykkt að vísa umræðu um ársreikning 2014 til seinni umræðu.

2

Fjárhagsáætlun 2016 – Mál nr. 1512014

Fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til fyrri umræðu.

PD fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2016, samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

3

3 ára fjárhagsáætlun 2017-2019 – Mál nr. 1512016

Lögð fram til fyrri umræðu.

Farið var yfir 3 ára fjárhagsáætlun, samþykkt að visa henni til seinni umræðu.

4

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2016 – Mál nr. 1512013

Samþykkt að halda óbreyttri útsvarsprósentu 12,44% fyrir árið 2016.

5

Umsókn um rekstrarstyrk til umf. Íslendings árið 2015 – Mál nr. 1512005

Stjórn umf. Íslendings sækir um 300.000 kr styrk til rekstrar félagsins árið 2015.

Samþykkt að veita 150.000 kr styrk til reksturs Hreppslaugar og 150.000 kr. til æskulýðsstarfs, bókfærist árið 2015.

6

Kauptilboð Birkimói 3 – Mál nr. 1511003

Lagt fram nýtt kauptilboð í Birkimóa 3

Oddvita falið að ganga frá kaupsamningi.

7

Freyjukórinn sækir um styrk. – Mál nr. 1512017

Sótt er um styrk í formi þátttöku í dagatali kórsins árið 2016.

Samþykkt að kaupa einn mánuð í dagatali kórsins, 50.000 kr.

8

Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005

Oddviti fór yfir þær viðræður sem eru í gangi varðandi grunnskólasamning við Borgarbyggð. Málinu frestað og oddvita falið vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9

Ósk um stuðning og samstarf við sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri – Mál nr. 1601004

Erindi frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis um sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri.

Varðandi grunnskólastarf á Hvanneyri vill hreppsnefnd Skorradalshrepps taka fram að hún er fylgjandi því að leitað sé allra leiða til að tryggja öflugt grunnskólastarf á Hvanneyri. Vill hreppsnefnd Skorradalshrepps því lýsa yfir stuðningi við þá hugmynd Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis að skoðaður sé sá möguleiki, að rekin yrði sjálfstætt starfandi grunnskóli á Hvanneyri. Hvatt er til að tillögur þeirra séu skoðaðar jákvætt með framtíðar uppbyggingu Hvanneyrar og nágrennis í huga. Uppbygging á Hvanneyri síðustu ár hefur verið jákvæð og þarf að halda áfram enda er uppbygging og þróun á Hvanneyri og nágrenni hagur allra Borgfirðinga. Vill hreppsnefnd Skorradalshrepps styðja við það að grunnstoðir s.s. góður grunnskóli o.fl. sé starfandi á Hvanneyri. Hreppsnefnd Skorradalshrepps er tilbúin að taka þátt í slíkri uppbyggingu með marvíslegum hætti. Hreppsnefnd Skorradalshrepps lýsir yfir ánægju með það metnaðarfulla undirbúningsstarf sem Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis hafa unnið. Hreppsnefnd Skorradalshrepps hvetur alla aðila til samstarfs um að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Hvanneyri og nágrenni.

10

Grenndargámar við Mófellsstaði – Mál nr. 1303005

Samkomulag við verktaka vegna vinnu við plan fyrir safngáma í landi Mófellsstaða.

Samþykkt tilboð frá verktaka.

11

Aðalfundur Vélabæjar ehf – Mál nr. 1512010

PD fer yfir málið.

PD var fulltrúi Skorradalshrepps á aðalfundi.

12

Kjör fulltrúa í yfirnefnd fjallskila – Mál nr. 1601003

Kosning um fulltrúa Skorradalshrepps í yfirnefnd fjallskila

Jón E. Einarsson kjörinn fulltrúi Skorradalshrepps og Pétur Davíðsson til vara.

13

Skil á skýrslum um refa-og minkaveiða á veiðiárinu 2014/2015 – Mál nr. 1512015

Lögð fram skýrsla um refa- og minkaveiði sem send var Umhverfisstofnun.

Fundargerðir til staðfestingar

14

Skipulags- og byggingarnefnd – 94 – Mál nr. 1511004F

Lögð fram fundargerð frá 1. desember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.

14.1

1410004 – Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms

14.2

1511012 – Indriðastaðir Kaldárkot

14.3

1511004 – Skipulag og ferðamál – hugmyndahefti

Fundargerðir til kynningar

15

Fundur stjórnar Faxaflóahafnar nr. 139, þann 11. desember sl. – Mál nr. 1512007

Lögð fram

Skipulagsmál

16

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

Minnisblað ásamt uppdrætti lagt fram um lausn mála er varðar lóðir Fitjahlíðar 49, 51A og 51.

Hreppsnefnd leggur til að samið verði við lóðarhafa Fitjahlíðar 49 um að fjarlægja frístundahús á lóð Fitjahlíðar 51A á sinn kostnað og að hann fái stækkun á lóð sinni er nemur lóð Fitjahlíðar 51A að frádregnum 10 m frá lóðarmörkum lóðar Fitjahlíðar 51.

17

Indriðastaðir Kaldárkot – Mál nr. 1511012

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að afmörkun lóðar Indriðastaðir-Kaldárkot lnr. 134073 verði samþykkt og þinglýst verði kvöð um aðkomu lóðar.

Hreppsnefnd samþykkir afmörkun lóðar og að þinglýst verði kvöð um aðkomu hennar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:00.