93 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
93. fundur
Þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársfundur náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar 2015 – Mál nr. 1510012

Haldinn verður 18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Yfirskrift fundar er „Móttaka ferðamanna og náttúrvernd“. Skila á skýrslu náttúruverndarnefnda til Umhverfisstofnunar.

Fundarboð lagt fram.

2

Mál nefnda Alþingis 225. mál – Mál nr. 1510011

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 á 13. gr. og 44. gr. laganna er varðar grenndarkynningu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki ástæðu til að gera umsögn um málið.

Skipulagsmál

3

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501007

Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 30. sept. 2015. Stofnunin hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki hefur verið tekin efnisleg afstaða til innsendra athugasemda og að skilmálar um hámarks byggingarmagn sé ekki nægilega skýrt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ekki verði tekið tillit til innsendra athugasemda. Óskað hefur verið ítrekað eftir óverulegum deiliskipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa, byggingu kjallara og aukið byggingarmagn innan frístundabyggðarinnar. Ákveðið var að samræma skilmála frístundabyggðarinnar við stefnumörkun aðalskipulags til að koma til móts við tíðar skipulagsbreytingar innan byggðarinnar. Frístundalóðir í Hvammsskógum eru stórar, landhalli nokkur og trjágróður er hár og þéttur á stórum hluta skipulagssvæðisins. Það er því mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting skilmála skipulagssvæðisins er varðar heildar byggingarmagn lóða samræmist vel heildar yfirbragði byggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði tillit til ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi orðalag um hámarksbyggingarmagn og skilmálum breytt í samræmi við það. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4

Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501006

Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 30. sept. 2015. Stofnunin hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki hefur verið tekin efnisleg afstaða til innsendrar athugasemdar og að skilmálar um hámarks byggingarmagn sé ekki nægilega skýrt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ekki verði tekið tillit til innsendrar athugasemdar. Óskað hefur verið ítrekað eftir óverulegum deiliskipulagsbreytingum er varðar hæð frístundahúsa, byggingu kjallara og aukið byggingarmagn innan frístundabyggðarinnar. Ákveðið var að samræma skilmála frístundabyggðarinnar við stefnumörkun aðalskipulags til að koma til móts við tíðar skipulagsbreytingar innan byggðarinnar. Frístundalóðir í Hvammsskógum eru stórar, landhalli nokkur og trjágróður hár og þéttur á stórum hluta skipulagssvæðisins. Það er því mat skipulags- og byggingarnefndar að breyting skilmála skipulagssvæðisins er varðar heildar byggingarmagn lóða samræmist vel heildar yfirbragði byggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði tillit til ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi orðalag um hámarksbyggingarmagn og skilmálum breytt í samræmi við það. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Erindi barst frá Skipulagsstofnun, dags. 15. okt. 2015, þar sem bent er á að koma þurfi fram stefna í aðalskipulagsbreytingunni um það hvar og hvernig sveitarstjórn sér fyrir sér samspil íbúðar- og frístundabyggðar í sveitarfélaginu á skipulagstímabilinu.

Erindi lagt fram og málinu frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:40.