95 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

95. fundur

Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 kl. 13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

TS yfirgaf fund kl. 15:00
Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun – Mál nr. 1601002

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8. jan. 2016 er varðar samræmdar reglur á afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækjanna.

Erindi lagt fram og lagt til að skipulagsfulltrúa verði falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsmál

2

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Fundur var haldinn með Skipulagsstofnun þann 8. des. 2015. Minnisblað þess efnis er lagt fram. Fundur var einnig haldinn með Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 11. jan. 2016. Minnisblað þess efnis er lagt fram.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og leggur til að ný gögn málsins verði lögð fyrir hreppsnefnd til umfjöllunar.

3

Indriðastaðahlíð 104 og 106, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1509012

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Indriðastaðahlíðar 104 og 106 er varðar sameiningu lóðanna. Beðið verður með að breyta frístundalóð í íbúðarlóð eins og óskað er eftir í umsókn lóðarhafa þar til breyting aðalskipulags liggur fyrir þess efnis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemdar nefndarinnar fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 102, 108, 109 og 111, lóð Kaldárkots og landeiganda Indriðastaða.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:15.