98 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 98

miðvikudaginn 13. júlí 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Fasteignamat 2017 – Mál nr. 1606022

Lagt fram.

2

Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Mál nr. 1606021

Oddviti fer yfir málið.

Erindið fer til umfjöllunar í skipulagsnefnd.

3

Landsáætlun um uppbyggingu innviða – kortlagningu ferðamannastaða. – Mál nr. 1607006

Oddviti fer yfir málið. Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu fulltrúa fyrir Skorradalshrepp.

Samþykkt að tilnefna formann Skipulagsnefndar, Jón Einarsson sem fulltrúa Skorradalshrepps.

4

Birkimói 1, athugasemdir, o.fl – Mál nr. 1211017

Lagt fram minnisblað oddvita.

Hreppsnefnd samþykkir minnisblað oddvita og felur oddvita að vinna málið áfram í samræmi umræður á fundinum.

5

Starfsmannamál – Mál nr. 1603023

Oddviti fer yfir málið.

Oddvita falið að vinna málið áfram.

6

Náttúra og vegglist – styrkur – Mál nr. 1607005

Ósk um styrk vegna námskeiðs á Hvanneyri – Náttúra og vegglist.

Samþykkt að veita 12.000 kr. styrk vegna barna úr Skorradal.

Almenn mál – umsagnir og vísanir

7

Mál nefnda Alþingis nr. 764 – Mál nr. 1606023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019.

8

Mál nefnda Alþingis nr. 765 – Mál nr. 1606024

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019.

Fundargerðir til kynningar

9

Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 146 þann 23. maí s.l. – Mál nr. 1605020

Fundargerð nr. 146, lögð fram.

10

Aðalfundur SSV þann 6. apríl s.l. – Mál nr. 1607004

Lögð fram fundargerð

11

Fundargerð aðalfundar Heilb.nefndar Vesturlands þann 6. apríl s.l. – Mál nr. 1607003

Lögð fram fundargerð.

12

Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 147 þann 29. júní s.l. – Mál nr. 1607002

Lögð fram fundargerð.

13

Fundargerðir nr. 839, 840 og 841 hjá SÍS – Mál nr. 1607007

Lagðar fram fundargerðir.

Skipulagsmál

14

Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1409010

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar sameiningu lóða Hvammsskóga 18 og 20, afmörkun byggingarreits og mænistefnu. Grenndarkynning fór fram frá 31. maí til 3. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar.

15

Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús – Mál nr. 1603012

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 48,1 fm gestahúsi á Indriðastöðum 48 í landi Indriðastaða. Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag var byggingarleyfi grenndarkynnt sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram 3. maí til 3. júní 2016. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúi að vinna málið áfram.

16

Fitjahlíð 51. – Mál nr. 1202002

Unnið er að samkomulagi við lóðarhafa Fitjahlíðar 49 um að sjá um niðurrif á fasteign (fastanr. 210-6528) hreppsins að Fitjahlíð 51A. Ástæða niðurrifs er hluti sáttar á milli lóðarhafa Fitjahlíðar 49, 51 og hreppsins. Fasteign er talin ónýt.

Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að sækja um niðurrif fasteignar á lóð Fitjahlíðar 51A hjá byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

22:15.