Afgreiðlsufundir byggingarfulltrúa nr. 58

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúaAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 58 Skorradalshrepps
58. fundur

laugardaginn 21. nóvember 2020 kl. 10:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Mófellstaðakotsland ums. um byggl. – Mál nr. 2010009
Sótt er um að byggja frístundarhús, 72.8m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
JE vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

2. Fitjahíð 8 umsókn um bygg.leyfi – Mál nr. 2010001
Sótt er um að endurbyggja og stækka núverandi hús á Fitjahlíð 8.
Byggingamagn á lóðinni nú 81 m2, verður 122,2 m2
Núverandi byggingar á lóðinni,
01-0001 kjallari, 35 m2
01-0101 hæð, 36 m2
02-0101 bátaskýli 9,9 m2
Eftir stækkun,
01-0001 kjallari, 36 m2
01-0101 hæð, 73 m2
02-0101 bátaskýli 13,2 m2
Vísað til Skipulags- og bygginganefndar þar sem ekkert deiliskipulag eða byggignaskilmálar eru í gildi á þessu svæði.

3. Hrísás 18 Umsókn um byggingarleyfi, viðbygg – Mál nr. 2011013
Sótt er um að byggja,123,4 m2, við núverandi byggingu. Alls verður því byggingarmagn á lóðinni 174,7 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.