Afgreiðlsufundur byggingafulltrúa nr. 61

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúaAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 61 Skorradalshrepps
61. fundur

sunnudaginn 9. maí 2021 kl. 14:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Dagverðarnes 60, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2104004
Sótt er um að byggja frístundarhús 118,1 m2 og geymslu 10,5 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2. Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1609006
Sótt er um að byggja frístundarhús, 99,9 m2
Vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem þakgerð er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið