Afgreiðslufundur byggingafulltrúa – nr. 59

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa  Skorradalshrepps
59. fundur

16. janúar 2021 kl. 10:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson. 
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

 

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Endurnýjuð umsókn, nú sótt um að byggja gestahús 25,0 m2.
Hafnað þar sem byggingarmagn fer yfir heimildir. 2015 var samþykkt grendarkynning fyrir byggingu á 17,4 m2, gesthúsi.

2. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Sótt er um að byggja, sumarhús 154m2, gesthús 21,7 m2 og tækjageymslu 51,3 m2, alls 227 m2.
Vísað til Skipulags- og bygingarnefndar þar sem óskað byggingarmagn er umfram heimildir í deiliskipulagi.

3. Dagverðarnes 54, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2012013
Sótt er um að byggja 50,0 m2 bátaskýli
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.