Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 62

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúaAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 62 Skorradalshrepps
62. fundur

sunnudaginn 27. júní 2021 kl. 14:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Sæmundur Víglundsson og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Dagverðarnes 210, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2106003
Sótt er um að byggja 147,7 m2 frístundarhús, að hluta til á kjallara.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2. Vatnsendahlíð 211, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101002
Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu á 82,0 m2, frístundarhúsi.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3. Vatnsendahlíð 128, viðbygging – Mál nr. 2106012
Sótt er um að byggja 22,2m2 við núverandi hús. Heildarbyggingarmagn eftir breytingu 60,6 m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4. Bátaskýli í Vatnsendahlíð áfanga 1 – Mál nr. 2106014
Sótt er um leyfi til að byggja bátaskýli, 6 hólf samtals, 111,27 m2. Skv. afstöðumynd er sótt um að bátaskýlið sé á móts við lóðamörk Vatnsendahlíðar 24-26.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Útsetning hússins skal framkvæmd í samráði við landeiganda

5. Refsholt 30, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2106013
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 156,9 m2, frístundarhúsi á tveimur hæðum, 110 m2 og 46,2 m2.
Vísað tl Skipulags- og byggingarnefndar þar sem óskað byggingarmagn sem og mænishæð er umfram heimildir í deiliskipulagi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið