Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 63

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúaAfgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 63 Skorradalshrepps
63. fundur

sunnudaginn 5. september 2021 kl. 09:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Dagverðarnes 111 umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1910007
Sótt er um leyfi til að byggja, 102,9 m2, frístundarhús.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2. Dagverðarnes 59, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2108002
Óskað er eftir leyfi til að byggja frístundarhús, stærð 89,0 m2
Byggingaráformin eru samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4. Vatnshorn, breyting á húsi – Mál nr. 2109003
Endurgerð á eyðibýli, sótt er um að nýta núverandi hús, 193,5 m2 sem frístundarhús.
Vísað til Skipulags- og bygginganefndar

5. Vatnsendahlíð 117, bygging garðhús – Mál nr. 2108003
Sótt er um að byggja 15,0 m2, geymsluhús á lóðinni.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

Stöðuleyfi

3. Vatnsendahlíð 200, Umsókn um stöðuleyfi – Mál nr. 2109002
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 20 m2, vinnuskúr með svefnaðstöðu.
Samþykkt til eins árs.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið