Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
67. fundur
Laugardaginn 21. maí 2022 kl. 10:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón Eiríkur Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
1. Skógarás 3, ums um byggl. geymsla – Mál nr. 2102017
Sótt er um að byggja, 28,0 m2 við núverandi geymslu sem er 14,5 m2
Byggingaráformum hafnað þar sem aðalskipulag kveður á um að geymslur skuli ekki stærri en 35,0 m2
4. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Sótt er um að byggja 25,0 m2 gestahús.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa
5. Vatnsendahlíð 50 Umsókn um byggingarleyfi f. stækkun – Mál nr. 2205009
Sótt er um að stækka frístundarhúsið úr 54,3 m2 í 103,3 m2.
Byggingaráformum er hafnað þar sem ætluð byggingaráform samræmast ekki gildandi deiliskipulagi.
6. Refsholt 32, ums um byggl. – Mál nr. 2204022
Sótt er um að byggja 100,7 m2 frístundarhús.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
7. Refsholt 33, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2111004
Sótt er um að byggja frístundarhús 124,5 m2, á lóðinni.
Byggingaráformin, að undangenginni breytingu á deiliskipulagi, eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
8. Vatnsendahlíð 174, Umsókn um byggingarleyfibyggingarheimild – Mál nr. 2205008
Sótt er um að byggja frístundarhús með lagnakjallara alls 112m2
Byggingaráformunum er hafnað þar sem byggingaráformin samræmast ekki gildandi deiliskipulagi.
9. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Sótt er um byggingarheimild fyrir viðbyggingu 56,1m2 við núverandi hús. Alls verður byggingarmagn á lóðinni því 92,0 m2
Byggingaráformin, að undangenginni grendarkynningu, samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
10. Dagverðarnes 74b, viðbygging – Mál nr. 1103005
Sótt er um viðbyggingu, 17,2 m2 við frístundarhúsið, þ.e. breyting úr B-lokun í A-lokun.
Byggingaráformin eru samþykkt
Stöðuleyfi
2. Hagaland umsókn um stöðuleyfi – Mál nr. 2205011
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 70 m2 húsi
Afgreiðslu frestað, óskað frekari gagna.
3. Lambaás 5, umsókn um stöðuleyfi – Mál nr. 2205010
Óskað eftir stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, (kaffiskúr)
Afgreiðslu frestað, óskað frekari gagna.
Fleira gerðist ekki.