Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr.68

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
68. fundur

Laugardaginn 17. september 2022 kl. 10:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundssson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Lambaás 5 umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2209003
Sótt er um byggingarheimild, endurnýjuð umsókn, fyrri umsókn fallin úr gildi, að byggja 86,5 m2 frístundarhús á tveimur hæðum, birt flatarmál 47,9 m2.
Byggingaráformin samþykkt að tekknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2. Dagverðarnes 125 ums. um byggl – Mál nr. 2209005
Sótt er um heimild til að byggja frístundarhús, 120 m2 , fyrir er á lóðinni 75,9 m2 hús sem verður nýtt sem gestahús.
Afgreiðslu frestað meðan málið er til meðferðar skipulagsnefndar.

3. Refsholt 36, umsókn um byggingarheimild. – Mál nr. 2209006
Sótt er um heimild til að byggja 149.5m2 frístundarhús
Afgreiðslu frestað meðan beðið staðfestingar á breytingu deiliskipulags.

Stöðuleyfi

4. Hagaland umsókn um stöðuleyfi – Mál nr. 2205011
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 70 m2 húsi
Á afgreiðslundi nr. 67 var afgreiðslu frestað, óskað frekari gagna.
Afgreiðslu frestað þar sem skipting lands og stærðir lóða er ekki endanlega gengið í gegn.

5. Lambaás 5, umsókn um stöðuleyfi – Mál nr. 2205010
Óskað eftir stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, (kaffiskúr)
Á afgreiðslufundi 67 var afgreiðslu frestað, óskað frekari gagna.
Stöðuleyfi til 6 mánaða samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.