Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 71

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Skorradalshrepps nr. 71
71. fundur

Sunnudaginn 21. maí 2023 kl. 01:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál

1. Vatnsendahlíð 128, umsókn um byggingarheimild – Mál nr. 2304007
Sótt er um að byggja aukahús á lóðinni 15,0 m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

2. Refsholt 57, umsókn um byggingarleyfi, stækkun – Mál nr. 2304008
Sótt er um stækka núverandi hús, 110,4m2, um 39,4m2 þannig að endanleg stærð verður 149.7m2.
Byggingaráformin eru samþykkt.

3. Horn endurb. eldri byggingar – Mál nr. 2304011
Sótt er endurbyggingu á eldri húsum á Horni sem urðu fyrir brunatjóni.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4. Vatnsendahlíð 103 ums. um byggl. – Mál nr. 2209004
Sótt er um að stækka núverandi frístundarhús um 37,9 m2, fyrir er húsið 53,2 m2, skv. fasteignaskrá. Alls verður því frístundarhúsið 91,1 m2
Málinu er frestað þar sem von er á nýjum gögnum.

5. Vatnsendahlíð 203, umsókn um byggingarl – Mál nr. 2302029
Sótt er um að byggja 82,0 m2 frístundarhús
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

6. Vatnsendahlíð 16, stækkun – Mál nr. 2208010
Sótt er um að stækka núverandi hús úr 46,8 m2 í 58,5 m2 auk þess er sótt um að byggja aukahús 23,5 m2.
(Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

7. Indriðastaðir 25 – Mál nr. 2302031
Sótt er um að byggja frístundarhús og geymslu, alls 96,6 m2
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugsemda byggingarfulltrúa.

Akvegur frá Dragavegi að frístundarhúsi er ekki hluti af samþykkt þessari.

Stöðuleyfi

8. Horn Ístak umsókn um vinnubúiðir – Mál nr. 2305009
Sótt er um að reisa vinnubúðir, (gámar) alls 100,5 m2. Sótt er um að búðirnar standi í a.m.k. tvö ár.
Stöðuleyfi fyrir sjö einingar er samþykkt til 6 mánaða skv. reglum þar um