Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – Skorradalshrepps 57. fundur
15. ágúst 2020 kl. 11:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
1. Vatnsendahlíð 72, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2008003
Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi, 82,0 m2 og 180,0 m3.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
2. Dagverðarnes 26, umsókn um byggingarleyfi fyrir bátaskýli – Mál nr. 2008004
Sótt er um að byggja bátaskýli, 22,75 m2.
Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir skv. deiliskipulagsskilmálum, nú er á loðinni 70,1 m2 hús.
4. Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi fyrir 6,0 m2 geymslu – Mál nr. 2005008
Óskað er heimildar til að reisa smáhýsi á lóð.
Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir skv. deiliskipulagsskilmálum, nú er á loðinni 84,0 m2 hús.
Stöðuleyfi
3. Skálalækjarás 6, útsetning byggingareits o.fl – Mál nr. 2005014
Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnuskúra, alls um 90 m2, (2 stk 40 feta gámar og 2 stk 15 m2 skúrar).
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.