Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 65

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
65. fundur

Laugardaginn 15. janúar 2022 kl. 13:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón Eiríkur Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1609006
Sótt er um að byggja 99,2 m2 frístundarhús. Endurnýjuð umsókn að undangenginni breytingu á deiliskipulagi.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2. Refsholt 30, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2106013
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 156,9 m2, frístundarhúsi á tveimur hæðum, 110 m2 og 46,2 m2.
FRESTAÐ

3. Refsholt 42, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2201003
Sótt er um að byggja frístundarhús 121,9 m2.
FRESTAÐ

4. Indriðastaðahlið 166, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2201007
Sótt er um að byggja frístundarhús 209,1 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17:00.

.