Fundagerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 171

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
171. fundur

Fimmtudaginn 9. mars 2023 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerð

1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa – 70 – Mál nr. 2303002F
Fundargerð lögð fram til kynningar

1.1 2302031 – Indriðastaðir 25

Byggingarleyfismál

2. Indriðastaðir 25 – Mál nr. 2302031
Málinu var vísað frá 70. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Óskað er eftir heimild til að byggja frístundahús og geymslu, samanlögð stærð þeirra er 96,9 fm. Engin bygging er á lóðinni. Lóðin er 3100 fm að stærð. Byggingarmagn er innan marka nýtingarhlutfalls í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er 0,05.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33, landeigendum og Vegagerðinni sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

Skipulagsmál

3. Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags – Mál nr. 2210003
Hreppsnefnd á að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að endurskoða stefnumörkun gildandi aðalskipulags. Samkvæmt ákvæðum skipulagslaga skal það að jafnaði gert innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal ákvörðunin tilkynnt Skipulagsstofnun.

Farið var yfir stöðu aðalskipulags sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að farið verði í endurskoðun aðalskipulags Skorradalshrepps i ljósi breyttra aðstæðna í dalnum, er varðar meðal annars ferðaþjónustu, breyttra búhátta, efnistöku, annars iðnaðar og skógræktar.

Framkvæmdarleyfi

4. Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá – Mál nr. 1911001
Óskað hefur verið eftir frá Mófellsstaðabúinu ehf. að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi á svæði 8 sbr. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Mófellsstaðabúið ehf. er framkvæmdaleyfishafi fyrir efnistöku á umræddu svæði, en félagið er að hætta rekstri. Teknir hafa verið samtals 2375 m3 frá því að framkvæmdaleyfi var gefið út þann 25.8.2020.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi dags. 25.8.2020 á svæði 8 sbr. aðalskipulagi verði fellt úr gildi.

5. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012
Erindi hefur verið sent á Landgræðsluna þar sem farið er fram á leiðsögn um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru Drageyrar. Landgræðslan hefur tekið jákvætt í erindið.

Formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6. Bakkakot, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206020
Erindi hefur verið sent á Landgræðsluna þar sem farið er fram á leiðsögn um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda. Landgræðslan hefur tekið jákvætt í erindið.

Formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7. Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2208005
Málið var tekið fyrir á 166. fundi skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óskað verði eftir leiðsögn og leiðbeiningum Landgræðslunnar um hvað best sé að gera til að færa land til fyrra horfs og/eða skapa aðstæður til þróunar í þá átt.

8. Mat á umhverfisáhrifum – Kynningartími matsáætlunar – Brekka, vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit – Mál nr. 2207011
Álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir er varðar matsáætlun Brekku vindorkugarður í Hvalfjarðarsveit.

Álitið lagt fram og kynnt.

9. Kæra 86/2022 vegna skógræktar á Stóru Drageyri – Mál nr. 2208006
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í máli 86/2022 og 87/2022. Úrskurðarorð eru: Hafnað er kröfu kærenda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.

Úrskurður lagður fram og kynntur.

10. Kæra 87/2022 vegna skógræktar í Bakkakoti – Mál nr. 2208007
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í máli 86/2022 og 87/2022. Úrskurðarorð eru: Hafnað er kröfu kærenda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.

Úrskurður lagður fram og kynntur.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00.