Fundagerð byggingar- og skipulagsnefndar nr.172

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
172. fundur

Þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar – Mál nr. 2304014
Sókn lögmannsstofu var falið að kanna forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar hjá Orkustofnun. Sókn sendi erindi fyrir hönd sveitarfélagsins til Orkustofnunar þann 2. maí 2022. Minnisblað barst frá stofnuninni þann 22. mars 2023.

Minnisblað lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að Sókn lögmannsstofu verði falið að fara yfir minnisblað Orkustofnunar og gera athugasemdir við það.

2. Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg – Mál nr. 2304005
Umhverfisstofnun hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr. reglugerð nr. 140/2020 um mengaðan jarðveg. Gagnagrunninn er hægt að nálgast á kortasjá Umhverfisstofnunar https://kortasja.ust.is/ . Samkvæmt kortasjá er enginn mengaður jarðvegur í Skorradalshreppi.

Erindi lagt fram og kynnt.

3. Skógrækt í Skorradal – Mál nr. 2206021
Skógræktin óskaði eftir fundi með hreppsnefnd Skorradalshrepps. Fundur var haldinn þann 17. apríl 2023 á Hvanneyri. Skipulags- og byggingarnefnd ásamt skipulagsfulltrúa hreppsins sátu einnig fundinn.

Skógræktarstjóri fór yfir áherslupunkta skógræktarinnar varðandi áframhaldandi skógrækt í Skorradal eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úrskurði sína, fyrr í vetur. Ræddar voru um ýmsar hliðar á stöðu mála. Forsendur Skógræktarinnar og sýn sveitarfélagsins.

4. Umsögn um frumvarp til laga um land og skóg – Mál nr. 2304006
Frumvarp til laga um land og skóg mál nr. 858/2023 var í samráðsgátt stjórnvalda https://www.althingi.is/altext/153/s/1332.html. Umsagnarfrestur var til 14. apríl sl.

Skipulag- og byggingarnefnd leggur til að send verði inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

5. Indriðastaðir 25 – Mál nr. 2302031
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 24. mars til 24. apríl 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma er varðar lóðamörk.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við lagfærða byggingarleyfisumsókn. Innsend athugasemd varðar stærð og afmörkun lóðar og hefur ekki áhrif á byggingaráform þar sem ljóst er að bygging mun standa að lágmarki 10 m frá lóðamörkum nágranna lóða. Farið er þess á leit við lóðarhafa Indriðastaða 25 og 32 að lóðarafmörkun verði lagfærð sbr. innsenda athugasemd.

Skipulagsmál

6. Kynningarfundur um Skipulagsgátt fyrir sveitarfélög – Mál nr. 2304013
Skipulagsstofnun hélt kynningarfund á Teams fyrir sveitarfélög. Fundurinn var ætlaður fyrirhuguðum notendum Skipulagsgáttarinnar, þ.e. starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að gerð skipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa. Gáttin mun verða opnuð þann 1. maí nk. en frá 1. júní verða öll skipulagsmál, umhverfismat og framkvæmdaleyfi kynnt í gáttinni fyrir almenningi og hagsmunaaðilum.

Skipulagsfulltrúi, formaður skipulags- og byggingarnefndar og oddviti sátu fundinn. Málið kynnt fyrir nefndarmönnum.

7. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Innviðarráðuneytið fellst á undanþágu frá ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er varðar fjarlægð þriggja byggingarreita frístundahúsa á lóðum nr. 300, 301 og 302 í Dagverðarnesi svæði 9.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. Mófellsstaðakot, Aðalskipulag – óveruleg breyting – Mál nr. 2304012
Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Mófellsstaðakots. Lögð er fram óveruleg breyting sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin felur í sér að heimilt verði að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði meðal annars með gistingu fyrir allt að 15 gesti. Það er mat nefndarinnar að tillagan sé óveruleg þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á nágranna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar og skipulagsfulltrúa verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:25.