Fundagerð hreppsnefndar nr.173

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 173

miðvikudaginn 19. október 2022 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Bréf til sveitarfélaganna vegna skipulagsáætlana og framkvæmdaleyfa til skógræktar – Mál nr. 2210006
Lagt fram erindi frá Skóræktarfélagi Íslands vegna ályktunar af aðalfundi félagsins vegna skipulagsáætlana og framkvæmdaleyfa til skógræktar.
Hreppsnefnd Skorradalshrepps þakkar Skógræktarfélagi Íslands fyrir innsenda ályktun og vill jafnframt taka fram að Skorradalshreppur hefur tekið á skógrækt í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Einnig vill Skorradalshreppur benda góðfúslega skógræktendum á að fylgja landslögum og aðalskipulagi sveitarfélagsins. Óhófleg og hugsunarlaus gróðursetning erlendra trjátegunda í þágu kolefnisbindingar sem gagnast erlendum fyrirtækjum er slæm þróun og ekki til sóma.

2. Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun – Mál nr. 2205001
Farið yfir stöðu mála og skipun fulltrúa í verkefnaráð. Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn.
Samþykkt að skipa Jón E. Einarsson og Pétur Davíðsson í verkefnaráðið. Oddvita falið að finna fundartíma í samráði skipulagsfulltrúa og verkefnaráðið.

3. Fjárhagsáætlun 2023 – Mál nr. 2210007
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun
Rætt um fjárhagsáætlunargerð.

4. Útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2022 – Mál nr. 2210009
Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2023, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
Lagt fram.

5. Samþykktir sveitarfélagsins. – Mál nr. 2206006
Samþykktir sveitarfélagasins lagðar fram til fyrri umræðu.
Farið yfir samþykktirnar. Samþykkt að vísa þeim til seinni umræðu.

6. Fræðslufundur KPMG – Mál nr. 2210008
Fræðslufundur á vegum KPMG vegna stjórnsýslu og fjármála sveitarfélaganna.
Oddviti skoðar með fund fyrir hreppsnefnd.

7. Þjónusta Motusar ehf. – Mál nr. 1906001
Farið yfir fund með Motus ehf.
JEE, PD og KJ fóru yfir fundinn.

Fundargerðir til staðfestingar

8. Skipulags- og byggingarnefnd – 166 – Mál nr. 2210001F
Lögð fram fundargerð frá 18. október s.l.
Fundargerðin í samþykkt í öllum 4 liðum.
8.1 2206024 – Vatnshorn, friðlýsing
8.2 2210002 – Stóra-Drageyri, stofnun lóðar skátaskáli
8.3 2210003 – Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags
8.4 2208005 – Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd

Fundargerðir til kynningar

9. Fundargerð 13.fundar stjórnar fjallskilaumdæmis – Mál nr. 2210012
Lögð fram til kynningar fundargerð nr.13 stjórnar fjallskilaumdæmis.
Lögð fram.

10. Fundargerð nr.913 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2210010
Lögð fram til kynningar fundargerð nr.913 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram

11. Fundargerðir Faxaflóahafna sf. nr.220-223 – Mál nr. 2210011
Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna nr.220, 221, 222, og 223 lagðar fram til kynningar.
Lagðar fram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:50.