Fundagerð skipulags- og bygginganefndar nr. 166

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
166. fundur

þriðjudaginn 18. október 2022 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir lið 2

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Vatnshorn, friðlýsing – Mál nr. 2206024
Á 171. fundi hreppsnefndar var farið fram á að kostnaðarmat lægi fyrir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um friðlýsingu Vatnshornsskógar.
Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir kostnaðarmati ráðuneytisins og leggja fyrir hreppsnefnd.

Byggingarleyfismál

2. Stóra-Drageyri, stofnun lóðar skátaskáli – Mál nr. 2210002
Sótt er um að stofna lóð 4,4 ha, innan lnr.134096. Auk þessa er þess óskað að Stóra-Drageyri skátasvæði verði minnkað úr 18 ha í 13,6 ha.

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
Málinu frestað og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við skipulagsfulltrúa og formann nefndarinnar.

Skipulagsmál

3. Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags – Mál nr. 2210003
Hreppsnefnd á að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að endurskoða stefnumörkun gildandi aðalskipulags. Samkvæmt ákvæðum skipulagslaga skal það að jafnaði gert innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal ákvörðunin tilkynnt Skipulagsstofnun.
Umræður voru um aðalskipulag sveitarfélagsins, nefndarmenn ásamt skipulagsfulltrúa skoða málið áfram og málinu frestað.

Framkvæmdarleyfi

4. Stálpastaðir, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2208005
Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að afla gagna varðandi óleyfisframkvæmdir í landi Stálpastaða
Upplýsingar liggja fyrir um þau svæði sem búið er að gróðursetja í á Stálpastöðum. Gróðursett hefur verið í land sem ekki er ætlað til skógræktar sbr. aðalskipulag. Farið hefur verið fram á að Skógræktin haldi ekki áfram gróðursetningu nema fyrir liggi framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:00.