Fundagerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 170

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

170. fundur

Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV sat fundinn undir lið 1-3 í fjarfundarbúnaði

Þetta gerðist:

Fundargerðir til kynningar

1. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 69 – Mál nr. 2302001F

Fundargerð lögð fram til kynningar

1.1 2209007 – Hagaland L134051, umsókn um stöðuleyfi

1.2 2211015 – Dagverðarnes 72a, Umsókn um byggingarleyfi

1.3 2301006 – Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingareimild

1.4 2209020 – Refsholt 29, umsókn um byggingarh og stöðuleyfi

1.5 2301008 – Horn, umsókn um byggingarleyfi

1.6 2301009 – Andakílsárvirkjun endurbætur

1.7 2209006 – Refsholt 36, umsókn um byggl.

1.8 2301007 – Refsholt 59, umsókn um byggingarh

1.9 2209005 – Dagverðarnes 125 ums. um byggl

Byggingarleyfismál

2. Dagverðarnes 72a, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2211015

Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 69. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem haldinn var þann 1. febrúar 2023. Í gildi er deiliskipulag lóða 70-84, á svæði 5. Á Dagverðarnesi 72a stendur 64 fm frístundahús, en einungis er heimilt að reisa eitt hús sbr. gildandi skilmálum deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar byggingarleyfisumsókn þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

3. Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingareimild – Mál nr. 2301006

Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 69. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem haldinn var 1. febrúar 2023. Ekkert deiliskipulag er í gildi í Fitjahlíð. Á lóð Fitjahlíðar 67B er engin bygging. Óskað er efir byggingarleyfi fyrir 58,5 m2 frístundahúsi og 16,6 m2 vinnustofu. Samanlagt byggingarmagn á lóð er 75,1 m2. Lóðin er 2.642 m2 að stærð.

Byggingarleyfisumsókn samræmist stefnu aðalskipulags um nýtingarhlutfall sem er 0.05.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 67, 67A, 70, 72 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

4. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006

Röksemdafærsla hönnuðar liggur fyrir: 1.Vegagerðin gerði engar athugasemdir við útfærsluna í sinni umsögn um útfærsluna. 2.Það eru fjöldamörg fordæmi fyrir sambærilegri útfærslu, nálægð við veg, annarsstaðar í dalnum. 3.Í gildu aðalskipulagi er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð nái alveg niður að vegi og eru stærðarafmarkanir og fjöldi lóða í aðalskipulagsbreytingu sem gerð var 2021 þannig að ekki er hægt að uppfylla allar kvaðir þar nema að nýta reitina í samræmi við afmörkun. 4.Hámarkshraði á veginum er 60 km en ekki 90 km 5.Svæðið er staðsett í frekar brattri brekku þar sem er mikill birkigróður og því mun húsið á neðstu lóðinni standa amk. 5 metrum hærra en vegurinn og lóðir nr. 301 og 302 minnst 10 metrum hærra en vegurinn sem minnkar öll áhrif sem umferð um veginn getur haft.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gera rökin að sínum og skipulagsfulltrúa verði falið að koma þeim og uppfærðri skipulagsáætlun til ráðuneytisins og Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdarleyfi

5. Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá – Mál nr. 1911001

Borist hefur erindi frá Mófellsstaðabúinu ehf. þar sem upplýst er að efnistaka hafi ekki farið fram síðan sumarið 2021. Teknir hafa verið samtals 900 m3 frá því að framkvæmdaleyfi var gefið út þann 29.9.2020. Óskað er eftir að sveitarfélagið felli framkvæmdaleyfi úr gildi á grundvelli 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þar sem segir að leyfisveitandi geti fellt framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd stöðvast í eitt ár.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi sbr. 2.mgr. 14. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:30.