Fundagerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 173

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
173. fundur

Þriðjudaginn 6. júní 2023 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Umhverfismatsdagurinn 2023 – Loftslag og umhverfismat – Mál nr. 2306002
Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram þann 8. júní nk. Málþingið verður helgað þætti loftslagsbreytinga þegar kemur að umhverfismati. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vef stofnunarinnar.

Málið lagt fram til kynningar

2. Kerfisáætlun 2023-2032 – Mál nr. 2306001
Kerfisáætlun Landsnets, ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu, er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 30. júní 2023. Opinn fundur var haldinn á Hótel Hamri þann 16. maí sl. Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Hægt er að nálgast tillöguna á eftirfarandi slóð: https://landsnet.is/page/777a9be4-c458-4f10-b5ac-c37a4e7b168e

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundinum sem haldinn var á Hótel Hamri. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fundargerð

3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa – 71 – Mál nr. 2305004F
Fundargerð lögð fram til kynningar

3.1 2304007 – Vatnsendahlíð 128, umsókn um byggingarheimild
3.2 2304008 – Refsholt 57, umsókn um byggingarleyfi, stækkun
3.3 2304011 – Horn endurb. eldri byggingar
3.4 2209004 – Vatnsendahlíð 103 ums. um byggl.
3.5 2302029 – Vatnsendahlíð 203, umsókn um byggingarl
3.6 2208010 – Vatnsendahlíð 16, stækkun
3.7 2302031 – Indriðastaðir 25
3.8 2305009 – Horn Ístak umsókn um vinnubúiðir

Skipulagsmál

4. Aðalskipulag Skorradalshrepps – Mál nr. 2206011
Hreppsnefnd afgreiddi á 183. fundi sínum að ekki væri þörf á heildar endurskoðun Aðalskipulags Skorradalshrepps.

Skipulags- og byggingarnefnd ætlar að hefja vinnu við endurskoðun á stefnumörkun um skógrækt og tengd mál.

5. Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 2306003
Nefndin telur það aðkallandi að endurskoða stefnumörkun um skógrækt og tengd mál.

Skipulags- og byggingarnefnd mun vinna málið áfram.

6. Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004
Lögmaður sveitarfélagsins var falið að upplýsa dómsmálaráðuneytið um skort á refsiheimildum í lögum vegna brota fyrirtækja á lagaákvæðum varðandi umhverfisvernd. Erindið var sent inn til dómsmálaráðuneytisins þann 8. mars 2023.

Erindi lagt fram og kynnt.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30.