Fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr.165

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
165. fundur

þriðjudaginn 20. september 2022 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

ISM vék af fundi undir lið 5.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Vatnshorn, friðlýsing – Mál nr. 2206024
Á 162. fundi skipulags- og byggingarnefndar var skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga um friðlýsingu Vatnshornsskógar. Skipulagsfulltrúi hafði samband við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og fékk leiðbeiningar um hvernig best væri að standa að friðlýsingu Vatnshorns jarðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að erindi verði sent til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og óskað eftir að hefja ferli að stækkun friðlýsingarsvæðis í landi Vatnshorns í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundargerð

2. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 68 – Mál nr. 2209002F
Fundargerð lögð fram til kynningar
2.1 2209003 – Lambaás 5 umsókn um byggingarleyfi
2.2 2209005 – Dagverðarnes 125 ums. um byggl
2.3 2209006 – Refsholt 36, umsókn um byggingarheimild.
2.4 2205011 – Hagaland umsókn um stöðuleyfi
2.5 2205010 – Lambaás 5, umsókn um stöðuleyfi

Byggingarleyfismál

3. Umsögn um leiðbeiningar vegna breytingar á byggingareglugerð – Mál nr. 2209019
Leiðbeiningar við byggingarreglugerð má sjá á eftirfarandi slóð: https://www.byggingarreglugerd.is/sidur/drog-ad-leidbeiningum-til-umsagnar
Drög að leiðbeiningum við byggingarreglugerð var í athugasemdaferli hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun HMS fram til 11.8.2022.
Leiðbeiningar HMS lagðar fram og byggingarfulltrúa falið að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsmál

4. Dagverðarnes 125, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209009
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 125. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 194,9 fm og heimilað verði að byggja geymslu 35 fm á lóð. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 121, 123, 124, 127, 128, 130, 132 og landeigendum.

5. Refsholt 24, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209010
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 24 í landi Hálsa. Breytingin varðar stækkun á byggingarreit þar sem mistök voru gerð við útsetningu á núverandi húsi og það staðsett að hluta til utan hans. Óskað er eftir að byggingarreitur verði 10 m frá lóðamörkum í gildandi deiliskipulagsáætlun. Eftir breytingu mun núverandi hús rúmast innan byggingarreits.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 21, 22, 26 og landeigendum.

6. Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004
Ríkissaksóknari hefur tekið afstöðu til kæru skv. 6. mgr. 52. gr. og 2. mgr. 147 gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða ríkissaksóknara er að staðfesta ákvarðanir lögreglustjórans á Vesturlandi frá 12. maí 2022 um að hætta rannsókn máls nr. 313-2017-13291 að því er varðar mögulega refsiábyrgð einstaklinga og að fella málið niður að því er varðar meint brot Orku náttúrunnar.
Minnispunktar lögmanns sveitarfélagsins einnig lagðir fram. Þar kemur fram meðal annars að saksóknari telji að sök í málinu sé fyrnd, þar sem fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila sé 5 ár, auk þess sem hann telur að ekki sé hægt að höfða sakamál á hendur ON vegna brota á 179. gr. hegningarlaga þar sem aðeins verði höfðað mál á hendur einstaklingum á grundvelli þeirrar greinar þar sem aðeins er kveðið á um að brot við greininni varði fangelsi, þ.a.l. heimili lögin ekki að lögaðilum sé refsað á grundvelli greinarinnar. Þarna séu hugsanlega mistök í lagasetningu og dómsmálaráðuneytið ætti að ganga í að breyta þessu ákvæði hegningarlaganna svo það nái til lögaðila jafnframt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að upplýsa dómsmálaráðuneytið um málið og óski eftir að ráðuneytið ganga í að breyta þessu ákvæði hegningarlaganna svo það nái til lögaðila jafnframt.

Framkvæmdarleyfi

7. Kæra 86/2022 vegna skógræktar á Stóru Drageyri – Mál nr. 2208006
Sókn lögmannsstofu var falið að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa var falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
Erindi Sóknar með athugasemdum Skorradalshrepps vegna kæru í máli nr. 86/2022, varðandi synjun framkvæmdaleyfis fyrir Skógrækt í landi Stóru Drageyrar, lagt fram og kynnt.

8. Kæra 87/2022 vegna skógræktar í Bakkakoti – Mál nr. 2208007
Sóknar lögmannsstofu var falið að tjá afstöðu sveitarfélagsins við inn kominni stjórnsýslukæru sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Formanni og skipulagsfulltrúa var falið að afla gagna og vinna málið áfram með Sókn lögmannsstofu.
Erindi Sóknar með athugasemdum Skorradalshrepps vegna kæru í máli nr. 87/2022, varðandi synjun framkvæmdaleyfis fyrir Skógrækt í landi Bakkakots, lagt fram og kynnt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:30.