Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 161
miðvikudaginn 17. nóvember 2021 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir. Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2022 – Mál nr. 2111006
Lögð fram til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
2. 3 ára fjárhagsáætlun 2023-2025 – Mál nr. 2111007
3 ára fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa áætlunni til seinni umræðu.
3. Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2022 – Mál nr. 2111008
Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2022
Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2022.
4. Brunamál – Mál nr. 2111005
Í framhaldi af umræðu um brunamál, þá fóru PD og ÁH á fund fulltrúa Inspectionem ehf.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá Inspectionem ehf. um stöðu mála
5. Erindi frá Félagi sumarhúsaeiganda í Vatnsendahlíð – Mál nr. 2111009
Lagt fram erindi frá stjórn Félags sumarhúsaeiganda í Vatnsendahlíð varðandi garð- og trjáúrgang.
Málið rætt og samþykkt að fara yfir málið með Umhverfisráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum.
6. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2102007
ÁH lagði fram samning við Tryggva Val Sæmundsson um framkvæmdina.
Samningur samþykktur.
7. Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
PD fór yfir stöðu mála
Fundargerðir til staðfestingar
8. Skipulags- og byggingarnefnd – 153 – Mál nr. 2111001F
Lögð fram fundargerð frá í gær, 16. nóvember s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum.
8.12110003F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 64
8.2 2103005 – Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
8.3 2101007 – Furuhvammur 4, breyting deiliskipulags
8.4 2107001 – Refsholt 30, breyting deiliskipulags
8.5 2111004 – Refsholt 33, Umsókn um byggingarleyfi
8.6 2111001 – Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Skipulagsmál
9. Refsholt 30, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2107001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. september til 21. október 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:00.