Fundargerð hreppsnefndar nr. 171

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 171

fimmtudaginn 22. september 2022 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Reglur Skorradalshrepps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna – Mál nr. 2206007
Oddviti leggur fram tillögu að reglum Skorradalshrepps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
Umræður urðu um tillöguna. Gerðar nokkrar breytingar og tillagan síðan samþykkt.

2. Skólaakstur – Mál nr. 2207007
Lagður fram undirritaður samningur við Dagleið ehf. um skólaakstur í Skorradalshreppi.
Samningurinn staðfestur.

3. Samningar v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradalshreppi – Mál nr. 1606002
Lagðir fram undirritaður samningar við Borgarbyggð vegna þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradalshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi samninga með fyrirvara samþykki Innviðaráðuneytins.
1. Þjónustusamningur vegna þjónustu Borgarbyggðar gagnvart íbúum Skorradalshreppp,dagsettur 22. ágúst 2022
2. Þjónustusamningur vegna barna með lögheimili í Skorradal, sem stunda nám í grunnskólum í Borgarbyggð, dagsettur 22. ágúst 2022
3. Þjónustusamningur vegna nemanda með lögheimili í Skorradalshreppi, sem stunda nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, dagsettur 22. ágúst 2022
4. Samningur á milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um brunavarnir í Skorradalshreppi,dagsettur 22. ágúst 2022
5. Samningur um félagsþjónustu, málefni fatlaðra og þjónustu í barnaverndarmálum. dagsettur 22. ágúst 2022
6. Samningur um safnamál, dagsettur 22. ágúst 2022
7. Þjónustusamningur vegna barna með lögheimili í Skorradalshreppi, sem eru vistuð í leikskólum Borgarbyggðar, dagsettur 22. ágúst 2022

PD sat hjá við afgreiðslu málsins.

4. Framtíð Hreppslaugar og uppbygging svæðisins. – Mál nr. 2004008
Oddviti fór yfir stöðu uppbyggingar á Hreppslaug.
Samþykkt að fela GE og ÓRÁ að yfirfara stöðu uppbyggingarnar á Hreppslaug og kostnað í kringum hana.

5. Lækkun á umferðahraða í Fitjahlíð – Mál nr. 2209011
Tekið fyrir erindi frá sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð um umferðahraða í Fitjahlíð.
Afgreiðslu frestað, oddvita falið að ræða við Vegagerðina.

6. Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni – Mál nr. 2209013
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Múlaþingi dagsett 22.ágúst 2022 og 2.september 2022.
Hreppsnefnd samþykkir að standa að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Hreppsnefnd veitir oddvita umboð til vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

7. Erindi frá oddvita – Mál nr. 2209014
Farið yfir stöðu mála varðandi skipulags- og byggingarmál.
Oddvita og ÓRÁ falið að vinna málið áfram.

8. Hringrásarhagkerfi – Mál nr. 2209018
Innleiðing Hringrásarhagkerfis
Farið yfir málið – Oddviti og PD skoða málið áfram.

9. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2204013
Oddviti fer yfir stöðu mála.
Oddviti vinnur áfram að málinu.

10. Fjárhagsstaða svetarfélagsins – Mál nr. 2208002
Lagt fram minnisblað frá ÓRÁ.
Málið rætt, samþykkt að fara betur yfir fjármál sveitarfélagsins.

11. Uppsögn leigusala á ótímabundnum leigusamningi í Birkimóa 5 – Mál nr. 2209016
Lögð fram uppsögn á leigusamningi við leigutaka í Birkimóa 5.

Fundargerðir til staðfestingar

12. Skipulags- og byggingarnefnd – 164 – Mál nr. 2208002F
Lögð fram fundargerð frá 23. ágúst s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum. KJ tók ekki þátt í afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar.

13. Skipulags- og byggingarnefnd – 165 – Mál nr. 2209001F
Lögð fram fundargerð frá 20. september s.l.
Varðandi 1. lið fundargerðarinar er samþykkt að það liggi jafnframt kotnaðarmat um þátttöku sveitarfélagsins áður en endanleg ákvörðun sé tekin um friðlýsingu.
Fundargerðin samþykkt síðan í öllum 8 liðum. KJ tók ekki þátt í afgreiðslu 5. liðar fundargerðarinnar.

Fundargerðir til kynningar

14. Fundargerð 12.fundar stjórnar fjallskilaumdæmis – Mál nr. 2209012
Lögð fram

15. Fundargerð 177.fundar heilbrigðisnefndar – Mál nr. 2209015
Lögð fram.

16. Fundargerðir nr. 912 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2209017
Lögð fram

Skipulagsmál

17. Refsholt 36, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2205002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 5. júlí til 5. ágúst 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
KJ tók ekki þátt í afgreiðslu fundargerðinnar.

18. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Auglýsing var birt í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu þann 8. júlí 2022. Auglýsingartími tillögu deiliskipulags var frá 11. júlí til og með 22. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Minjastofnun Íslands, RARIK, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipulagstillögu var breytt í samræmi við umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Hreppsnefnd samþykkir nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

19. Dagverðarnes 125, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209009
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 125. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 194,9 fm og heimilað verði að byggja geymslu 35 fm á lóð. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 121, 123, 124, 127, 128, 130, 132 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 121, 123, 124, 127, 128, 130, 132 og landeigendum.

20. Refsholt 24, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209010
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 24 í landi Hálsa. Breytingin varðar stækkun á byggingarreit þar sem mistök voru gerð við útsetningu á núverandi húsi og það staðsett að hluta til utan hans. Óskað er eftir að byggingarreitur verði 10 m frá lóðamörkum í gildandi deiliskipulagsáætlun. Eftir breytingu mun núverandi hús rúmast innan byggingarreits. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 21, 22, 26 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 21, 22, 26 og landeigendum.
KJ tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 22:45.