Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 177
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Fræðslufundur KPMG – Mál nr. 2210008
Farið yfir ýmiss viðfangsefni tengd sveitarstjórnarmálum. Rætt um m.a. samþykktir sveitarfélaga, fjárhagsáætlanir, ársreikninga og fleiri mál.
Gestir
Haraldur Örn Reynisson – KPMG
Bryndís Gunnlaugsdóttir – KPMG (Í gegnum Teams)
Halldóra Á Pálsdóttir – KPMG
2. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – Mál nr. 2206017
Haraldur Reynisson fer yfir endurskoðunarmál.
Ákvörðun á endurskoðanda er áfram í vinnslu.
3. Verktakasamningar – Mál nr. 2301003
Guðný Elíasdóttir hreppsnefndarfulltrúi leggur til við hreppsnefnd að öllum samningum verði sagt upp við verktaka sveitarfélagsins og í framhaldi verði
farin í vinna við endurskoðun á samningum með hagræðingu sveitarfélagsins að leiðarljósi. Tilagan rædd. Hreppsnefnd samþykkir að segja upp samningum við Fjólu Benediktsdóttir og Grund ehf. Hreppsnefnd samþykkir að hefja endurskoðun á verkefnum sveitarfélagsins og eins starfi Oddvita.
PD og JEE víku af fundi.
4. Ljóspunktur ehf. – Mál nr. 2301004
Fyrir hönd Skorradalshrepps óskar Guðný Elíasdóttir hreppsnefndarfulltrúi eftir yfirferð og upplýsingum varðandi eignarhaldsfélagið Ljóspunktur ehf.
Óskað er eftir upplýsingum um:
1. Eignarhald Skorradalshrepps í félaginu, upplýsingum um aðra eigendur og heildarfjölda eigenda.
2. Fundargerðir aðalfunda félagsins.
3. Skuldar-/eignarstaða félagsins.
4. Hver sé fulltrúi félagsins fyrir hönd Skorradalshrepps.
5. Reglur félagsins.
PD falið að senda hreppsnefndarfulltrúum þessi gögn, ásant kostnaðaráætlun og verkstöðu lagningar ljósleiðara.
5. Birkimói 5 – Mál nr. 1411014
Lagður fram tölvupóstur vegna ástandsskoðunar á Birkimóum 5.
Oddvita falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.
6. Eigendafundur Faxaflóahafna sf. – Mál nr. 2212007
Lagðir fram undirritaðir Sameignarsamningur og Eigendastefna
Faxaflóahafna sf.
7. Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2023 – Mál nr. 2212006
Lögð fram til samþykktar húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2023.
Samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Skipulags- og byggingarnefnd – 169 – Mál nr. 2301001F
Lögð fram fundargerð frá í gær 17. janúar.
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.
8.1 2211001 – Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags
8.2 2211003 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
8.3 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
Fundargerðir til kynningar
9. Andakílsárvirkjun – fundargerð – Mál nr. 2301005
Oddviti fór yfir fund með hagsmunaaðilum Andakílsárvirkjunar, 2. nóvember s.l.
Skipulagsmál
9. Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2211001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 6. des. 2022 til 6. jan. 2023. Engin
athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags
sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:50.