Fundargerð skipulags- og byggingarnefnd nr. 168

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
169. fundur

Þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1. Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2211001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 6. des. 2022 til 6. jan. 2023. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

2. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir er varðar beiðni um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar er varðar fjarlægð bygginga frá Skorradalsvegi (508). Skipulagsstofnun telur rök fyrir veitingu undanþágunnar feli ekki í sér sérstakar ástæður sem réttlæta það að vikið verði frá fjarlægðarmörkum d-liðar í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun metur það svo að ekki séu fyrir hendi forsendur til að veita umsögn um undanþágubeiðnina og skýra þurfi nánar hvaða sérstöku landfræðilegu aðstæður eða ástæður eigi við í þessum afmörkuðu tilvikum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði frestað og haft verði samband við hönnuð svæðisins til að fá frekari röksemdarfærslu fyrir undanþágu frá ákvæðum gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Framkvæmdarleyfi

3. Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku – Mál nr. 2211003
Á 167. fundi nefndarinnar segir að ekki verði farið í virkan farveg árinnar og ekki niður fyrir yfirborð hennar. Með leyfi Fiskistofu dags. 25.11.2022 er heimilað að fjarlægja eyri í ós Hornsár og ofangreind skilyrði eru ekki sett þar fram. Í aðalskipulagi Skorradalshrepps eru sett skilyrði um að ekki sé farið dýpra en 1 m m.v. yfirborð meðalrennslis árinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir efnistöku sbr. fyrirliggjandi leyfi Fiskistofu dags. 25.11.2022 og heimiluð efnisdýpt verði 1 m m.v. yfirborð meðalrennslis Hornsár.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 14:15.