Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
160. fundur
þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl.10:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SGÞ sat fund undir lið 2-5 í fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Farið var á vettvang og aðstæður fyrirhugaðra framkvæmda kannaðar með starfsmönnum Skipulagsstofnunar. Vettvangsferð tók um 2 tíma.
Gestir
Sigurður Ásbjörnsson – Sérfræðingur á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun
Þórdís Stella Erlingsdóttir – Sérfræðingur á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun
2. Aðgangur að örnefnum í sveitarfélaginu. – Mál nr. 1202023
Lagt fram tilboð frá Sigurgeiri Skúlasyni, landfræðing, er varðar að koma örnefnum yfir á shp form þannig að hægt verði að afhenda gögnin til Landmælinga Íslands.
Lagt er til við hreppsnefnd að Sigurgeir verði fengin til að ljúka verkefninu til afhendingar Landmælinga Íslands og hreppsins.
Skipulagsmál
3. Refsholt 33, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201008
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 1. mars til 29. mars 2022. Grenndarkynning var framlengd þar sem gögn bárust ekki einum granna. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
4. Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004
Lögð fram drög að úttekt á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn. Skipulagsfulltrúi fór yfir málið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Framkvæmdarleyfi
5. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Minnisblað frá Sókn lögmannsstofu lagt fram og kynnt. Lagt fram uppkast að bréfi Sóknar lögmannsstofu til Orkustofnunar vegna Andakílsárvirkjunar.
Sókn lögmannsstofa falið að vinna umsögn fyrir Skorradalshrepp til Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar um matsskyldu í flokki B vegna framkvæmda í og við lón Andakílsárvirkjunar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:00.