Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 159

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

159. fundur

miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl.09:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV sat fund undir lið 3, 4 og 6 í fjarfundarbúnaði

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Gönguleið um Síldarmannagötur – Mál nr. 2204003

Haft var samband hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) er varðar markaðssetningu gönguleiðar um Síldarmannagötur inni á vef Ferðamálastofu og Íslandsstofu. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir skv. erindi SSV, dags. 15.2.2022. Gönguleið um Síldarmannagötur er í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 og Verndarsvæði í byggð-Framdal Skorradals. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir markaðssetningunni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gönguleið um Síldarmannagötur verði markaðssett á vef Ferðamálastofu og Íslandsstofu að því gefnu að samþykki Minjastofnunar Íslands, landeiganda og umráðanda lands liggur fyrir.

2. Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 2103005

Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á skipulagslögum og sett ákvæði í ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem gera ráð fyrir smíði og rekstri skipulagsgáttar, landfræðilegrar gagna- og samráðsgáttar um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Skipulagsstofnun hefur það hlutverk að setja upp og annast rekstur gáttarinnar sem skal vera starfrækt frá 1. desember 2022. Haldinn var opinn kynningarfundur um undirbúning skipulagsgáttar þann 31. mars kl. 10:00-11:30 hjá Skipulagsstofnun. Skipulagsfulltrúi sat fundinn í gegnum Teams.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir kynningarfundinum.

Byggingarleyfismál

3. Fitjahlíð 67a,67b, 70 og 72 lóðateikning – Mál nr. 2204007

Sótt er um að lóðirnar Fitjahlíð 67a,67b,70 og 72 verði skráðar samkvæmt hnitsettri lóðateikningu og undirritun viðkomandi aðila.

Samþykkt og þinglýsa skal lóðablaði, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4. Fitjahlíð 95, 95a, 97, 99, 100 og 101, lóðateikning – Mál nr. 2204008

Sótt er um að lóðirnar Fitjahlíð 95, 95a, 97, 99, 100 og 101 verði skráðar samkvæmt hnitsettri lóðateikningu og undirritun viðkomandi aðila.

Málinu frestað, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5. Hagi skipting á landi – Mál nr. 1710006

Lagfærð gögn bárust þann 17.2.2022. Landsskipti og lóðablöð Haga lögð fram.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir 5 lóðablöð fyrir lóðir í Haga. Einnig samþykkir nefndin stofnun lóðarinnar Hagahlíð 2 og lóðablað hennar. Þá samþykkir nefndin landsskipti Haga, sbr. yfirlitsmynd með athugasemdum byggingarfulltrúa, vesturhluti heitir áfram Hagi og austurhluti jarðarinnar fær nafnið Hagi 1. Byggingarfulltrúa heimilað að stofna land Haga 1. Landsskipti og lóðablöð verði þinglýst.

6. Hreppslaug stofnun lóðar – Mál nr. 2204010

Sótt er um stofnun lóðar í fasteignaskrá sbr. lóðablaði dags. 1.4.2022.

Samþykkt og þinglýsa skal lóðablaði, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

7. Refsholt 32, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201009

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 1. mars til 29. mars 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

8. Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204001

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags 8. áfanga frístundalóða Vatnsenda er varðar Vatnsendahlíð 188. Breytingin varðar stækkun byggingarreits til norðurs um 10 m í átt að Skorradalsvegi (508). Óska þarf um undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Við breytingu deiliskipulags er fjarlægðin 90 m. Rökin fyrir stækkun byggingarreits er þríþætt, 1) að frístundahús sé ofan við skurð en ekki neðan til að komast hjá vatnsaga. 2) til að auka fjarlægð til nærliggjandi íbúðarhúss sem stendur sunnan við lóðina. 3) Byggingarreitur er mjög neðarlega í lóðinni miðað við stærð hennar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 189, 192 og landeigendum.

9. Refsholt 42, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204002

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 42 í landi Hálsa. Breytingin varðar hæð langveggja í 300 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er 250 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega

breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 36, 38, 40, 44, 53, 55 og landeigendum.

10. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006

Skipulagstillagan var send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Veðurstofu Íslands. Gerðar voru breytingar á tillögunni í samræmi við umsagnir og uppfærð tillaga dags. 6.4.2022 lögð fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulagstillögu frístundalóða Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9, dags. 6.4.2022, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11. Breiðabólsstaður 2, breyting Aðalskipulags Borgarbyggðar – Mál nr. 2204004

Borgarbyggð óskar umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Breiðabólsstaðar 2. Umsagnafrestur er til og með 10. apríl 2022. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Breiðabólsstaðar úr landbúnaðarlandi (L) og athafnasvæði (A1) í íbúðarsvæði (Í4). Breytingin á við um 30,5 ha svæðis og mun þéttbýlissvæði Reykholts stækka sem um þessu nemur. Stefnt er að því að á svæðinu verði 85-100 einbýlis-, par- og raðhúsalóðir auk einnar lóðar fyrir verslun og þjónustu (S2) á þegar skilgreindum reit á aðalskipulagi. Aðkoma er um Hálsasveitarveg (518).

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir.

12. Litlu-Tunguskógur, breyting Aðalskipulags Borgarbyggðar – Mál nr. 2204005

Borgarbyggð óskar umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Litlu-Tunguskógar. Umsagnafrestur er til og með 10. apríl 2022. Fyrirhugað er að breyta landnotkun landsvæðis Litlu-Tunguskóga (L219075) í Húsafelli úr frístundabyggð í íbúðarsvæði. Svæðið er staðsett 600m austan þjónustumiðstöðvarinnar í Húsafelli, á milli Hálsasveitarvegar og Hvítár. Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2007 sem gerir ráð fyrir 54 frístundalóðum og einni þjónustulóð. Gerð verður breyting á deiliskipulagi samhliða. Þar verði gert ráð fyrir að 40 lóðir verði að íbúðahúsalóðum en 14 lóðir austast á svæðinu verði áfram skilgreindar sem frístundalóðir. Aðkoma er um Hálsasveitarveg (518).

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir.

13. Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Lögð fram drög að úttekt á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn. Skipulagsfulltrúi fór yfir málið.

Skipulagsfulltrúa falið að ljúka við úttekt í samræmi við umræður á fundinum.

14. Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags – Mál nr. 2204006

Lögð fram drög að lýsingu breytingar aðalskipulags er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn.

Farið yfir málið og skipulagsfulltrúa falið að uppfæra lýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdarleyfi

15. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006

PD sat fund með Fiskistofu þann mars 2022 í gegnum fjarfundarbúnað. PD og SÓÁ funduðu með Hilmari Gunnlaugssyni hrl. og Jóni Jónssyni hrl hjá Sókn lögmannsstofu í gegnum fjarfundarbúnað þann 16.3.2022. Drög að minnisblað dags. þann 28.3.2022 unnið af Hilmari Gunnlaugssyni lagt fram. Nefndin fór yfir stöðu málsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að Sókn lögmannsstofa kanni forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar hjá Orkustofnun. Unnið verður áfram að málinu.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10.