Hreppsnefnd 155.fundur

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 155

10. mars 2021 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2020 – Mál nr. 2103013
Yfirferð yfir drög af ársreikningi fyrir árið 2020
Haraldur Örn Reynisson fór yfir drög af ársreikningi fyrir árið 2020.

Gestir
Haraldur Örn Reynisson – KPMG –

2. Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna samvinnu sveitarfélaga í máli nr. SRN17120082 – Mál nr. 2009002
Oddviti lagði fram uppfærða samninga eftir yfirferð SSV og SÍS um samninga Skorradalshrepps við önnur sveitarfélög.
Farið yfir breytingar á samningum.

3. Gjaldskrá fyrir sorphreinsun og eyðingu sorps í Skorradalshreppi. – Mál nr. 2102003
Lögð fram til seinni umræðu tillaga af gjaldskránni.
Lögð fram til seinni umræðu gjaldskrá fyrir sorphreinsun og eyðingu. Núverandi gjaldskrá er frá árinu 2011.
Eftirfarandi gjaldskrá samþykkt.

Sorpgjald A Lögbýli með búskap: 25.200 kr.
Sorpgjald B Tjaldsvæði og önnur atvinnustarfsemi: 25.200 kr.
Sorpgjald C Lögbýli án búskapar: 18.200 kr.
Sorpgjald D Frístundahús, fullgerð og í byggingu samkvæmt FMR: 10.500 kr.
Sorpgjald E Íbúðarhús: 18.200 kr.

4. Fagráð vegna Menningarstefnu Vesturlands. – Mál nr. 2103014
SSV óskar eftir tilnefningu um fulltrúa Skorradalshrepps í fagráði.
Samþykkt að tilnefna Sigrúnu Þormar í fagráðið.

5. Styrkvegurinn Hagi – Bakkakot – Mál nr. 2102007
Oddviti lagði fram tillögu af erindi til Vegagerðinnar.
Samþykkt að senda erindið til styrkvegasjóðs Vegagerðarinar

6. Vegamál í Skorradal – Mál nr. 2103015
Oddviti lagði fram tillögu að erindi til Vegagerðarinnar.
Umræður urðu um tillöguna. Samþykkt að breyta orðalagi og oddviti sendir uppfært erindi áður en það er sent Vegagerðinni.

7. Erindi frá landeigendum Fitja vegna deiliskipulagstillögu vegna Kiðhúsbala í Fitjahlíð. – Mál nr. 2103016
Lagt fram erindi frá landeigendum Fitja vegna deiliskipulagstillögu á Kiðhúsbala í Fitjahlíð er varðar samgöngur. Erindið er einnig sent Vegagerðinni.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar.

8. Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi – Mál nr. 2102004
Lögð fram lokaeintak skýrslu starfshópsins.
Farið yfir skýrsluna.

9. Styrkir – Mál nr. 2103017
Oddviti lagði fram nokkrar beiðnir um styrki.
Öllum hafnað.

10. Íbúaskrá 1. desember 2020 – Mál nr. 2103018
Íbúaskráin lögð fram.

11. Aðalfundur SSV 2021 – Mál nr. 2103019
Lagt fram fundarboð um aðalfund SSV sem haldinn verður 24. mars næstkomandi á Hóetl Hamri Borgarnesi. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlans, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Lagt fram.
Samþykkt að Árni Hjörleifsson oddviti fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Ástríður Guðmundsdóttir er til vara.

Skila þarf inn umboði vegna atkvæðaréttar fyrir fulltrúa sem sækja aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

12. XXXVI. landþing Samband Íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2103020
Boðun XXXV. landþing sambandsins sem fram þann 26. mars n.k.
Samþykkt að ÁH verði aðalmaður og PD til vara á landsþinginu.

Fundargerðir til staðfestingar

13. Skipulags- og byggingarnefnd – 147 – Mál nr. 2103001F
Lögð fram fundargerð frá í gær 9. mars s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
13.1 2103012 – Skráning matshluta og lóða í fasteignaskrá Þjóðskrár
13.2 2005011 – Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps
13.3 2103001 – Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags
13.4 2103003 – Dagverðarnes 101, svæði 3, breyting deiliskipulags
13.5 2103006 – Dagverðarnes, svæði 7, nýtt deiliskipulag
13.6 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
13.7 2103004 – Bakkavarnir í Andakílsá í landi Efri-Hrepps, umsókn um framkvæmdaleyfi
13.8 1811007 – Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

14. Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103001
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Skálalæk í landi Indriðastaða, fyrir lóð Skálalækjarás 6. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð, úr 120 fm í 175 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjarás 3, 4, 5, 8 og landeigendum.
Hreppsnefnd heimilar óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjaráss 3, 4, 5, 8 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

15. Dagverðarnes 101, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103003
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarness á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 101. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 155 fm, þ.e. að frístundahús verði allt að 120 fm og aukahús allt að 35 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 104, 105, 107 og landeiganda.
Hreppsnefnd heimilar óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 104, 105, 107 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

16. Bakkavarnir í Andakílsá í landi Efri-Hrepps, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2103004
Landeigendur óska eftir framkvæmdaleyfi til bakkavarna í Andakílsá í landi Efri-Hrepps. Umsögn Hafrannsóknarstofnunar og samþykki Veiðifélags Andakílsár liggur fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt til bakkavarna í Andakílsá í landi Efri-Hrepps sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir landeiganda Syðstu Fossa og Veitna sbr. 44. gr. sömu laga að undangenginni umsögn Minjastofnunar Íslands. Lagt er til að framkvæmdatími verði veitt til eins árs. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fyrir liggur samþykki landeiganda Syðstu-Fossa fyrir framkvæmdinni. Hreppsnefnd telur ekki þörf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir Veitum ohf.
Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til bakkavarna í Andakílsá í landi Efri-Hrepps sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni umsögn Minjastofnunar Íslands. Lagt er til að framkvæmdatími verði veitt til eins árs. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:30.