Hreppsnefnd – nr. 151

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 151

 

11. nóvember 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

 

Þetta gerðist:

 

Almenn mál

1. Bréf oddvita – Mál nr. 2010017
Í ljósi upplýsinga á milli funda, er samþykkt að taka málið upp aftur.
Umræður urðu um málið. Samþykkt að SÞG, ÁG og PD vinni málið áfram til næsta fundar.
ÁH og JEE tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.
2. Fjárhagsáætlun 2021 – Mál nr. 2010010
Rætt um fjárhagsáætlun.
Farið yfir fjárhagsáætlunina og ræddir ýmsir liðir.
3. 3 ára fjárhagsáætlun 2022-2024 – Mál nr. 2011004
3 ára fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa áætlunni til seinni umræðu.
4. Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2021 – Mál nr. 2011005
Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2021
Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2021.
5. Tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. – Mál nr. 2011006
Lagður fram tölvupóstur þar sem óskað er viðbragða við erindi Samtaka aðila í ferðaþjónustu um lækkun fasteignagjalda á árinu. Erindið hafði verið sent SSV.
Hreppsnefnd bendir á það að ekki sé lagaheimild fyrir niðurfellingu eða breytingu á álagningu fasteignagjalda í ár.
6. Minnisblað oddvita (samningar) – Mál nr. 2007001
Áfram ræddur samningur sem lagður var fram á síðasta fundi.
Miklar umræður urðu um málið. Skoðað áfram á milli funda.
7. Erindi frá Rarik ohf. – Mál nr. 2011007
RARIK tilkynnir að fyrirtækið afhendir sveitarfélaginu ljósastauranna í Birkimóa til eignar.
Lagt fram bréf frá Rarik.
8. Erindi frá Landsnet hf. Hrútafjarðarlína. – Mál nr. 2011008
Landsnet hf. óskar eftir fundi með sveitarstjórn um lagnaleið Hrútafjarðarlínu.
Stefnt að fundi þann 17. nóvember n.k.

Fundargerðir til staðfestingar

9. Fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmisins – Mál nr. 2011012
Lögð fram fundargerð nr. 8 og 9 hjá stjórn Fjallskilaumdæmisins
Báðar fundargerðinar staðfestar.

Fundargerðir til kynningar

10. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 154 og 155 – Mál nr. 2011009
Lagðar fram.
11. Fundargerðir nr. 887 – 889 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2011010
Lagðar fram.
12. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 197 og 198 – Mál nr. 2011011
Lagðar fram.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 01:00.