Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 151
11. nóvember 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Bréf oddvita – Mál nr. 2010017 | |
Í ljósi upplýsinga á milli funda, er samþykkt að taka málið upp aftur. | ||
Umræður urðu um málið. Samþykkt að SÞG, ÁG og PD vinni málið áfram til næsta fundar. ÁH og JEE tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins. |
||
2. | Fjárhagsáætlun 2021 – Mál nr. 2010010 | |
Rætt um fjárhagsáætlun. | ||
Farið yfir fjárhagsáætlunina og ræddir ýmsir liðir. | ||
3. | 3 ára fjárhagsáætlun 2022-2024 – Mál nr. 2011004 | |
3 ára fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu. | ||
Samþykkt að vísa áætlunni til seinni umræðu. | ||
4. | Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2021 – Mál nr. 2011005 | |
Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2021 | ||
Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2021. | ||
5. | Tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. – Mál nr. 2011006 | |
Lagður fram tölvupóstur þar sem óskað er viðbragða við erindi Samtaka aðila í ferðaþjónustu um lækkun fasteignagjalda á árinu. Erindið hafði verið sent SSV. | ||
Hreppsnefnd bendir á það að ekki sé lagaheimild fyrir niðurfellingu eða breytingu á álagningu fasteignagjalda í ár. | ||
6. | Minnisblað oddvita (samningar) – Mál nr. 2007001 | |
Áfram ræddur samningur sem lagður var fram á síðasta fundi. | ||
Miklar umræður urðu um málið. Skoðað áfram á milli funda. | ||
7. | Erindi frá Rarik ohf. – Mál nr. 2011007 | |
RARIK tilkynnir að fyrirtækið afhendir sveitarfélaginu ljósastauranna í Birkimóa til eignar. | ||
Lagt fram bréf frá Rarik. | ||
8. | Erindi frá Landsnet hf. Hrútafjarðarlína. – Mál nr. 2011008 | |
Landsnet hf. óskar eftir fundi með sveitarstjórn um lagnaleið Hrútafjarðarlínu. | ||
Stefnt að fundi þann 17. nóvember n.k. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
9. | Fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmisins – Mál nr. 2011012 | |
Lögð fram fundargerð nr. 8 og 9 hjá stjórn Fjallskilaumdæmisins | ||
Báðar fundargerðinar staðfestar. | ||
Fundargerðir til kynningar |
||
10. | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 154 og 155 – Mál nr. 2011009 | |
Lagðar fram. | ||
11. | Fundargerðir nr. 887 – 889 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2011010 | |
Lagðar fram. | ||
12. | Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 197 og 198 – Mál nr. 2011011 | |
Lagðar fram. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 01:00.