Hreppsnefnd nr. 156

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 156

14. apríl 2021 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2020 – Mál nr. 2103013
Lagður fram til fyrri umræðu. Fulltrúi KPMG, Haraldur Örn Reynisson kom og fór yfir ársreikning og drög að endurskoðendaskýrslu.
Samþykkt að vísa ársreikningi til seinni umræðu.

Gestir
Haraldur Örn Reynisson – KPMG –

2. Erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar – Mál nr. 2104006
UMSB óskar eftir tilnefningu á fulltrúa Skorradalshrepps í valnefnd á Íþróttamanni Borgarfjarðar.
Samþykkt að tilnefna Ástríði Guðmundsdóttir sem fulltrúa Skorradalshrepps.

3. Hjólabrautir – Mál nr. 2103007
Erindi frá Magnúsi B Jóhannssyni. Uppi eru hugmyndir um að leggja hjólabrautir í öllum erfiðleikastigum í landi hjá Skógræktinni á Stóru Drageyri.
Framkvæmdaraðili er að kanna hug Skorradalshrepps til þessa og athuga hvort að sveitarfélagið sé tilbúið til að komi til móts við framkvæmdaraðila
Sveitarstjórn tekur jákvætt hugmyndina en getur ekki styrkt framkvæmdina með beinum fjárframlögum.

4. Erindi frá Lögmál ehf. – Mál nr. 2104007
Lagt fram erindi frá Ásgeiri Þór Árnasyni hrl. fyrir hönd umbjóðanda hans, sem er 50% eigandi að Indriðastaðahlíð 134. Óskað er eftir svari sveitarstjórnar um hvort eigendum lóðarinnar verði heimilað að skipta frístundalóðinni Indriðastaðahlíð 134 í tvær sjálfstæðar eignir.
Lóðin Indriðastaðahlíð 134 er 8.353 fm. að stærð. Samkvæmt samþykktu aðalsskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 er lágmarksstærð frístundalóða 5000 fm. Samkvæmt því yrði ekki heimilað að skipta upp Indriðastaðahlíð 134 í tvær lóðir, þar sem lóðirnar fullnægja ekki skilyrðum aðalskipulagsins um lágmarkstærð frístundalóða.

5. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Lagt fram minnisblað stjórnar Ungmennafélagsins um stöðu framkvæmdar og viðbótarfjárþörf.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í minnisblaðið. Afgreiðslu minnisblaðsins frestað.

6. Sérfræðiálit – vegna hugsanlegs viðauka við fjárhagsáæltun 2021 – Mál nr. 2104008
Rætt um sérfræðiálit vegna hugsanlegs viðauka.
Samþykkt að fela oddvita að fá sérfræðiálit vegna hugsanlegs viðauka.

7. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2104009
Lagt fram yfirlit um stöðu aðgerðaráætlunar til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.
Lagt fram.

8. Erindi frá Umboðsmanni Alþingis – Mál nr. 2104010
Lagt fram erindi frá Umboðsmanni Alþingis.
Samþykkt að vísa erindinu til Skipulagsnefndar.

9. Erindi til Vegagerðar – Mál nr. 2104011
Oddviti lagði fram drög að bréfi til Vegagerðarinnar.
Urðu umræður um bréfið og gerðar nokkrar breytingar á bréfinu.

10. Roaryklúbbur Borgarnes – ósk um styrk – Mál nr. 2104012
Óskað er stuðnings vegna kaupa á stafrænum þjálfunarbúnaði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Samþykkt að styrkja um kr. 20.000,-

Fundargerð

11. Skipulags- og byggingarnefnd – 148 – Mál nr. 2104001F
Lögð fram fundargerð frá í gær 13. apríl
11.1 2104001 – Ársfundur Umhverfisstofnunar 2021
11.2 2103003F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 60
11.3 2012001 – Vatnshorn, stofnun lóðar 2020
11.4 1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
11.5 2103010 – Fitjahíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging
11.6 2104002 – Dagverðarnes 111, svæði 3, breyting deiliskipulags
11.7 2104003 – Vindmyllur á Grjóthálsi, umsögn lýsingar breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar
11.8 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
11.9 2104005 – Stafholtsveggir II, umsögn breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar

Skipulagsmál

13. Dagverðarnes 111, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2104002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarness, á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 111. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 155 fm, þ.e. að frístundahús verði allt að 120 fm og að aukahús geti orðið allt að 35 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 105, 107, 109, 112, 113, 114, 115 og landeiganda.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 105, 107, 109, 112, 113, 114, 115 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

12. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 24.febrúar til 24. mars 2021 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 00:30.