Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 157
26. apríl 2021 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir. Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Sérfræðiálit – vegna hugsanlegs viðauka við fjárhagsáæltun 2021 – Mál nr. 2104008
Lagt fram sérfræðiálit Ólafs Sveinssonar
2. Fjárhagsáætlun 2021, viðauki – Mál nr. 2104013
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðbótargjaldfærsla í viðaukanum verður tekin með lántöku. Sérfræðiálit telur breytinguna ekki hafa verulega íþyngjandi langtímaáhrif á rekstur og fjárhag sveitarsjóðs. Viðaukinn samþykktur.
3. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Oddviti leggur fram minnisblað um viðbótarframlag vegna byggingar nýs laugarhús Hreppslaugar.
Oddvita falið að vinna tillögur að viðauka við núverandi samkomulag frá 4. ágúst s.l.
4. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2020 – Mál nr. 2103013
Ársreikningurinn lagður fram til seinni umræðu.
Ársreikningurinn samþykktur.
5. Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
PD fór yfir stöðu mála. Verið er að klára útboðsframkvæmd. Stefnt að hefja lagningu fljótlega inn að Fitjum.
6. Vegamál í Skorradal – Mál nr. 2103015
Lagt fram svarbréf Vegagerðinnnar frá 16. apríl s.l.
Samkvæmt því ekki gert ráð fyrir miklum framkvæmdum við vegamál í Skorradal fyrr en árið 2027.
Oddvita lagði fram svarbréf með mótmælum, sem hann ætlar að senda Vegagerðinni, samgönguráðherra, Samgöngunefnd Alþingis og þingmönnum Norðvesturkjördæmisins.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerðir nr. 895 – 896 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2104014
Lagðar fram.
8. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundur nr. 159 – Mál nr. 2104015
Lögð fram.
9. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 203 til 204 – Mál nr. 2104016
Lagðar fram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:15.