Hreppsnefnd nr. 158

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 158

miðvikudaginn 23. júní 2021 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Lántaka – Mál nr. 2106005
Kynntir voru möguleikar á lántöku fyrir sveitarfélagið.
PD og oddvita falið að vinna áfram að málinu.

2. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Oddviti lagði fram drög að viðauka vegna styrkveitingu vegna framkvæmdanna.
Málinu frestað til næsta fundar.

3. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003
Endurskoðun samninga við Borgarbyggð. Oddviti fór yfir fund sem haldinn var 10. júní s.l. í ráðhúsi Borgarbyggðar. ÁH, PD pg JEE sóttu fundinn.
Samþykkt að vinna að málinu áfram.

4. Samþykktir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands – Mál nr. 2106006
Lagðar fram nýjar samþykktir fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Fela þær í sér að Kjósarhreppur verður þáttakandi í Heilbrigðiseftirlitinu.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar.

5. Erindi til Vegagerðar – Mál nr. 2104011
Lagt fram svarbréf Vegagerðinar frá 2. júní s.l.
Oddviti gerir drög að svarbréfi fyrir næsta fund.

6. Urðunarmál – Mál nr. 2106007
Oddviti fór yfir urðunarmál í tengslum við gróðurúrgang.
Rætt um stöðuna. Hver landeigandi á að sjá um móttöku fyrir gróðurúrgang fyrir sitt svæði.

7. Umsögn um rekstrarleyfi gististaða. – Mál nr. 2106008
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um rekstraleyfi fyrir gististað á Fitjum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfið.

8. Birkimói 2, 4 og 6 – Mál nr. 1706004
Lögð fram umsókn um lóðina Birkimóa 6. ÞK byggingastjórn- og ráðgjöf ehf. sækir um lóðina.
Samþykkt að úthluta lóðinni. Gjöld miðast við uppreiknaða gjaldskrá.

Fundargerðir til staðfestingar

9. Skipulags- og byggingarnefnd – 149 – Mál nr. 2105002F
Lögð fram fundargerð frá 18. maí s.l.
Fundargerðin samþykkt.
9.1 2105001 – Efnistaka í landi Efstabæjar, umsókn um framkvæmdaleyfi

10. Skipulags- og byggingarnefnd – 150 – Mál nr. 2106001F
Lögð fram fundargerð frá 15. júní s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 12 liðum.
10.1 2105001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 61
10.2 2106001 – Landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar
10.3 1609006 – Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi
10.4 2103005 – Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
10.5 2103010 – Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging
10.6 2101003 – Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags
10.7 2103001 – Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags
10.8 2011014 – Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki
10.9 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
10.10 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
10.11 2101001 – Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi
10.12 2106002 – Vatnsendahlíð 183, 8.áfangi, breyting deiliskipulags

Fundargerðir til kynningar

11. Fundargerðir nr. 897 – 899 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2106009
Lagðar fram

12. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundur nr. 159 – Mál nr. 2106010
Lögð fram.

13. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 205 til 206 – Mál nr. 2106011
Lagðar fram.

Skipulagsmál

14. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Málinu var hafnað á 156. fundi hreppsnefndar þann 14.4.2021. Sótt er um að byggja við frístundahús. Á lóðinni er 36,3 fm frístundahús. Um er að ræða 56.1 fm viðbyggingu. Á lóðinni er einnig gestahús 14,9 fm. Gestahús sem er á lóð verður fært vestar á lóð. Lóðin er 3500 fm. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilað byggingarmagn lóðar 175 fm. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn er varðar 56,1 fm viðbyggingu við frístundahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 39, 43, 44, 46 og landeigendum þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn er varðar 56,1 fm viðbyggingu við frístundahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 39, 43, 44, 46 og landeigendum þegar tilskilin gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

15. Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 14. apríl til og með 14. maí 2021. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Athugasemdin hefur ekki áhrif á grenndarkynnta tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að svara innsendri athugasemd, senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

16. Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101003
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 24. febrúar til 24. mars 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

17. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 16. mars til 16. apríl 2021. Formgalli var á tillögunni og breytingin var því grenndarkynnt aftur frá 5. maí til 5. júní 2021. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Athugasemd hefur ekki áhrif á grenndarkynnta tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda og svara innsendri athugasemd í samræmi við umræður á fundinum.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda og svara innsendri athugasemd í samræmi við umræður á fundinum.

18. Vatnsendahlíð 183, 8.áfangi, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2106002
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi Vatnsendahlíðar 8. áfanga í landi Vatnsenda er varðar lóð Vatnsendahlíðar 183. Breytingin varðar hækkun á mænishæð um 40 cm frá gildandi skipulagi. Uppdráttur helst óbreyttur. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeigendum.
Hreppsnefnd heimilar óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

19. Efnistaka í landi Efstabæjar, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2105001
Lögreglustjórinn á Vesturlandi f.h. aðgerðarstjórnar vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, leggur áherslu á að gera þurfi veg F508 greiðfærari í því skyni að hann geti nýst sem flóttaleið eins og skilgreint er í viðbragðsáætlun. Vegagerðin óskar því eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku 800 m3 efnis til vegaframkvæmda á vegi F508-04. Um er að ræða efnistöku í námu 24 og 25 og í flokki 1 sbr. aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þar sem um er að ræða efnistöku í flokki 1 er heimiluð efnisdýpt 1 m og leyfi Fiskistofu þarf fyrir efnistökunni. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur fyrir sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Yfirborðsmælingar verða framkvæmdar af sveitarfélaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hreppsnefnd samþykkti á símafundi 19. maí að fela skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Staðfestir hreppsnefnd þessa samþykkt núna á þessum fundi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:20.