Hreppsnefnd nr. 160

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 160

miðvikudaginn 20. október 2021 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Staða framkvæmda – fulltrúar Ungmennafélagsins Íslending fóru yfir stöðuna.
Farið yfir framkvæmdir og hvað er óklárað í laugarhúsinu. Drög að viðauka vegna framkvæmdanna áfram frestað

Gestir
Kristján Guðmundsson, formaður Umf. Íslendings –
Aðalheiður Kristjánsdóttir, ritari Umf. Íslendings –

2. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003
Oddviti fór yfir fund með slökkviliðstjórum og fulltrúa Borgarbyggðar 5. október s.l.
Málið rætt. Samþykkt að oddviti og PD ræði við brunavarnardeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

3. Stafræn húsnæðisáætlun – Mál nr. 2110002
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar eftir að húsnæðisáætlun verði skilað rafrænt.
Samþykkt að skila inn áætlun.

4. Menningarstefna Vesturlands – erindi frá SSV – Mál nr. 2110003
Lagt fram erindi frá SSV um afgreiðslu á Menningarstefnu Vesturlands.
Stefnan samþykkt.

5. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi – Mál nr. 2110004
Erindi frá Mannvit – óskað er umsagnar um sameiginlega svæðisáætlun fyrir suðvesturland.
PD falið að skoða og gera umsögn sé þess þörf.

Fundargerðir til staðfestingar

6. Skipulags- og byggingarnefnd – 152 – Mál nr. 2110001F
Lögð fram fundargerð frá í gær, 19. október s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.

6.1 2109001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 63
6.2 2109003 – Vatnshorn, breyting á húsi
6.3 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag

Fundargerðir til kynningar

7. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundur nr. 163 – Mál nr. 2110005
Lögð fram

8. Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 209 til 210 – Mál nr. 2110006
Lagðar fram.

Skipulagsmál

9. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Málinu var frestað á 147. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Gerðar hafa verið breytingar á tillögu deiliskipulags í samræmi við ábendingar nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Veðurstofu Íslands. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Veðurstofu Íslands. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:00.