Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 162
miðvikudaginn 15. desember 2021 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Fjárhagsáætlun 2022 – Mál nr. 2111006 | |
Fjárhagsáætlun lögð fram til seinni ummræðu. | ||
Farið yfir liði fjárhagsáætlunar. Afgreiðslu frestað. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
2. | Skipulags- og byggingarnefnd – 154 – Mál nr. 2112001F | |
Lögð fram fundargerð frá því fyrr í dag, 15. desember | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum. | ||
2.1 | 2103005 – Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa | |
2.2 | 2112001 – Fitjahlíð 97a, niðurfelling lóðar | |
2.3 | 2101004 – Vatnsendi, skilmálar 1-4.áfanga, breyting deiliskipulags | |
Skipulagsmál |
||
3. | Vatnsendi, skilmálar 1-4.áfanga, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101004 | |
Breyting deiliskipulags var auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 28. september til 9. nóvember 2021. Engin athugasemd barst á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga og í kjölfarið að birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
Hreppsnefnd samþykkir breytingu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga og í kjölfarið að birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. PD sat hjá við afgreiðsluna. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:15.