Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 164
miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Sorphirðumál í Skorradal – Mál nr. 2202001
Lagt fram bréf frá Helga Kristjánssyni formanni sumarhúsafélagsins í Dagverðarnesi um sorphirðumál í Skorradal.
Sorphirðumál eru skoðun í kjölfar nýrra reglna í tengslum við evrópureglur.
2. Götulýsing Birkimóa – Mál nr. 2202002
Skorradalshreppur hefur yfirtekið viðhald götulýsingar í Birkimóa eftir að RARIK sagði sig frá því.
Samþykkt að skoða hvernig viðhaldi verði háttað í framtíðinni.
3. Farsæld barna – Mál nr. 2202003
Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu. Óskað eftir að Skorradalshreppur skipi fulltrúa í Farsæld barna.
Ástríður Guðmundsdóttir skipuð fulltrúi Skorradalshrepps.
4. Erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. – Mál nr. 2202004
Óskað er eftir skipun tengiliðs vegna stafrænar húsnæðisáætlunar.
Samþykkt að Pétur Davíðsson sé fulltrúi Skorradalshrepps.
5. Loftlagsstefna – Mál nr. 2202005
Erindi frá SSV. Á haustþingi SSV var samþykkt að SSV myndi standa fyrir vinnu við gerð loftlagsstefnu fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
Hreppsnefnd er jákvæð að taka þátt í gerð þessara stefnu.
6. Launamál – Mál nr. 2202006
Oddviti leggur fram bókun um launamál.
Samþykkt að fresta málinu. JEE og SGÞ falið að skoða málið.
7. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 til staðfestingar sveitarstjórnar – Mál nr. 2202007
Mannvit óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á sameiginlegri svæðisáætlun.
Sveitarstjórn staðfestir svæðisáætlunina.
8. Ráðningarsamningur – Mál nr. 2202008
Oddviti legur fram ráðningasamning við Jón E. Einarsson. Tímabundinn samningur vegna skönnun skjala, teikninga og fleira á byggingarsviði.
Samningur samþykktur.
9. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003
Oddviti fór yfir stöðu viðræðna vegna þjónustusamninga.
Fundargerðir til staðfestingar
10. Skipulags- og byggingarnefnd – 155 – Mál nr. 2201001F
Lögð fram fundargerð frá 18. janúar s.l.
Samþykkt í öllum 11 liðum.
10.1 2103005 – Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
10.2 2201010 – Neðri Hreppur, friðlýsing?
10.3 2103010 – Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging
10.4 2201004 – Fitjahlíð 39 og 41 lóðablað raunst
10.5 2008010 – Efri-Hreppur vegsvæði
10.6 2008009 – Neðri-Hreppur vegsvæði
10.7 2102015 – Neðri-Hreppur 1 vegsvæði
10.8 2011008 – Erindi frá Landsnet hf. Hrútafjarðarlína.
10.9 2201008 – Refsholt 33, breyting deiliskipulags
10.10 2201009 – Refsholt 32, breyting deiliskipulags
10.11 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021
Skipulagsmál
11. Refsholt 32, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201009
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 32 í landi Hálsa. Breytingin varðar þakform og hæð langveggja. Óskað er eftir að þak verði einhalla í stað mænisþaks. Hæð lægri langveggja verði ekki hærri en 280cm og hærri langveggja ekki hærri en 400 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er 250 cm og mænishæð 480 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugsemda skipulagsfulltrúa og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 30, 33, 34, 35, 36, 49, 51 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugsemda skipulagsfulltrúa og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 30, 33, 34, 35, 36, 49, 51 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
12. Refsholt 33, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201008
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 33 í landi Hálsa. Breytingin varðar þakform og hæð langveggja. Óskað er eftir að þak verði einhalla í stað mænisþaks. Hæð lægri langveggja verði ekki hærri en 280cm og hærri langveggja ekki hærri en 400 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er 250 cm og mænishæð 480 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 22, 27, 30, 31, 32, 35, 49 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 22, 27, 30, 31, 32, 35, 49 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Byggingarleyfismál
13. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 15. nóvember til 15. desember 2021 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynningargögn bárust ekki til eins aðila og var grenndarkynning því framlengd til 15. jan 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:00.