Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 166
föstudaginn 20. maí 2022 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2021 – Mál nr. 2205003
Lagður fram til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa ársreikningi til seinni umræðu.
2. Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004
Erindi barst frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 12. maí 2022, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291.
Lagt fram. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
3. Birkimói 2, 4 og 6 – Mál nr. 1706004
Borist hafa tvær lóðaumsóknir í Birkimóa 4
Önnur dagsett 1. apríl og hin dagsett 10. apríl
Samþykkt að veita Kolbrá Höskuldsdóttur, dagsetning umsóknar 1. apríl lóðina að Birkimóa 4.
4. Vegna refa og minkaveiða. – Mál nr. 2205004
Bréf frá Birgi Haukssyni.
Erindinu vísað til næstu sveitarstjórnar.
5. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. – Mál nr. 2205005
Tillaga um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni með öðrum sveitarfélögum.
Samþykkt að taka þátt í stofnun félagsins.
6. Aðgangur að örnefnum af sveitarfélaginu. – Mál nr. 1202023
Lagt fram tilboð frá Sigurgeiri Skúlasyni, landfræðingi, er varðar að koma örnefnum yfir á shp.form þannig að hægt verði að afhenda gögnin til Landmælinga Íslands. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að Sigurgeir verði fengin til að ljúka verkefninu til afhendingar Landmælinga Íslands og hreppsins.
Samþykkt
7. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003
Lagður fram undirritaður lóðarleigusamningur vegna lóðar vegna laugarhús Hreppslaugar. Skorradalshreppur fer með 40% eignarhluta í nýja laugarhúsinu.
Lóðarleigusamningur samþykktur.
Hreppsnefnd fór síðan í vettfangsferð í lok fundar til að skoða nýtt laugarhús.
8. Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 219 – Mál nr. 2205006
Lögð fram.
9. Fundargerðir nr. 907 – 909 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2205007
Lagðar fram
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:30.