Hreppsnefndarfundur nr 168

FUNDARBOÐ

168. fundur hreppsnefnd

verður haldinn á Hvanneyri,laugardaginn 11. júní 2022 og hefst kl. 09:00

Fundi var frestað vegna veikinda, en átti að fara fram þann 8. júní s.l. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri mun tengjast fundinum í gegnum fjarfundarbúnað undir liðum 22 og 23 um kl. 10:30

Dagskrá:

Almenn mál

1. Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022 – 2206002

Lagðar fram fundargerðir kjörstjórnar og eins kosningaskýrsla um niðurstöðu kosninga.

2. Kjör oddvita – 2206003

Kosning oddvita til eins árs.

3. Kjör varaoddvita – 2206004

Kosning varaoddvita til eins árs.

4. Kosning í nefndir og fleira samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skorradalshrepps. – 2206005

Kosning í undirnefndir og aðrar nefndir.

5. Samþykktir sveitarfélagsins. – 2206006

Endurskoðun samþykkta Skorradalshrepps.

6. Kjör oddvita, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna – 2206007

Lagt fram

7. Erindi frá Borgarbyggð – 1811003

Farið yfir stöðu samninga við Borgarbyggð.

8. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – 2206017

Í upphafi kjörtímabilsins skal kjósa endurskoðanda til eins árs.

9. Aðalskipulag Skorradalshrepps – 2206011

Við upphaf kjörtímabils skal sveitarstjórn taka upp umræðu um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

10. Samtaka um hringrásarhagkerfi – 2205016

Samband íslenskra sveitafélaga bauð fulltrúum sveitarfélaga til kynningar- og vinnufundar í átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi 31. maí s.l. Fráfarandi sveitarstjórn lagði til að PD sæti fundinn.

11. Lántaka – 2106005

Lánamál.

12. Sorpmál – 1704012

Sorpsamningur við ÍGF – framlenging um 1 ár.

13. Fundarboð á aukaaðalfund SSV – 2206001

Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þann 22. júní n.k.

14. Vegna refa og minkaveiða. – 2205004

Bréf frá Birgi Hauksson. Erindu var vísað til nýrrar sveitarstjórnar.

15. Aukaaðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – 2206008

Boð á aukaaðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þann 22. júní n.k.

16. Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. (2022) – 2206013

Boð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar þann 16. júní n.k.

17. Endurskoðun kosningalaga – áform um lagasetningu – 2206009

Erindi frá Landskjörstjórn þar sem óskað eftir ábendingum inn á samráðsgátt um breytingar á kosningalögum.

18. Erindi frá Reykjavíkurborg. – 2206016

Lagt fram erindi frá Þorsteini Gunnarssyni borgarritara um almenna eigandastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum. Tengist þetta sameiginlegri eign í Faxaflóahöfnum sf.

19. Tilkynning um aðalfund Faxaflóahafna sf. – 2206014

Boð um aðalfund Faxaflóahafna sf. þann 24. júní n.k.

20. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda – 2206015

Lögð fram ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði frá 31. maí s.l.

21. Erindi frá Knattspyrnudeild Skallagríms – 2206010

Lagt fram erindi frá Páli Brynjarssyni

Framkvæmdarleyfi

22. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – 2206012

Skipulagsfulltrúi óskar staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun ólöglegrar framkvæmdar frá 4. júní.

23. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – 2206012

Skipulagsfulltrúi óskar staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun væntanlegrar framkvæmdar við gróðursetningu.

10.06.2022

Pétur Davíðsson, starfsaldursforseti.