Skorradalshreppur 27. maí 2022
Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 167
föstudaginn 27. maí 2022 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á
Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni
Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2021 – Mál nr. 2205003
Ársreikningurinn lagður fram til seinni umræðu. Fulltrúi KPMG, Konráð
Konráðsson kom og fór yfir ársreikning og endurskoðendaskýrslu.
Ársreikningurinn samþykktur.
Gestir
Konráð Konráðsson – KPMG –
2. Erindi frá vinnuhópi um eigandastefnu Faxaflóahafna. – Mál nr. 2204012
Lögð fram samskipti frá Helgu Hlín Hákonardóttir, lögfræðingi vinnuhópsins.
Frestað að afgreiða tilllögu að breytingum á eigandasamþykkt. Sveitarstjórn
leggur til að Skorradalshreppur eigi aðkomu að skipun eins stjórnarmanns, með
Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. PD falið að svara vinnuhópnum.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Skipulags- og byggingarnefnd – 161 – Mál nr. 2205001F
Lögð fram fundargerð frá 24. maí s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 11 liðum.
3.1 2205015 – Leiðbeiningablað um brunavarnir í frístundabyggðum
3.2 2205013 – Gönguleiðir í Skorradalshreppi
3.3 2205014 – Gönguleið um Stálpastaðaskóg
3.4 2202003F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 66
3.5 2205003F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 67
3.6 2205001 – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun
3.7 1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.
3.8 2204006 – Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
3.9 2205002 – Refsholt 36, breyting deiliskipulags
3.10 1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
3.11 2205012 – Skógrækt í Vatnshorni, framkvæmdaleyfi
Skipulagsmál
4. Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting
aðalskipulags – Mál nr. 2204006
Lögð fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er
varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn á
grundvelli úttektar á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn, dags. maí 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði
umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna
hana fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.
Hreppsnefnd samþykkir að óskað verði umsagnar um lýsinguna hjá
Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi sbr. 1. mgr.
30. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5. Refsholt 36, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2205002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 36 í landi Hálsa. Breytingin
varðar stækkun á byggingarreit, fjölgun húsa innan reitsins, aukið
byggingarmagn og hækkun á mænishæð. Óskað er eftir að byggingarreitur
verði 10 m frá lóðamörkum, húsum fjölgað um eitt sem verður geymsla,
byggingarmagn verði 204,3 fm í stað 165 fm, hámarksstærð gestahúss
og/eða geymslu má vera 35 fm í stað 15 fm gestahús og mænishæð 530 cm í
stað 480 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd
leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr.
sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 32, 34, 38, 42, 51, 53 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga
fyrir lóðarhöfum Refsholts 32, 34, 38, 42, 51, 53 og landeigendum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Þetta er lokafundur hreppsnefndar fyrir kjörtímabilið 2018-2022.
Oddviti(ÁH) og fráfarandi sveitarstjórnarmenn (SGÞ og ÁG) þakka samstarfið á
liðnum árum og óska nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum góðs gengis.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:15.