Hreppsnefndarfundur nr. 170

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 170

miðvikudaginn 10. ágúst 2022 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á
Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný
Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:
Almenn mál

1.  Skólaakstur    – Mál nr. 2207007
Tekin fyrir verðkönnun í skólaakstur
Oddviti lagði niðurstöður verðkönnunarinnar. Fjórum aðilum var boðið að senda
inn tölur, en það komu tölur frá þremur aðilum. Oddvita heimilað að ganga til
samninga við lægstbjóðenda til eins árs með fyrirvara um niðurstöðu um
aukaaksstur.

2. Vegna refa og minkaveiða.    – Mál nr. 2205004
Bréf frá Birgi Haukssyni. Erindinu var vísað til nýrrar hreppsnefndar.
Oddviti lagði fram tillögu um greiðslur vegna unnina dýra. Það samþykkt.

3. Orlofsnefnd Mýra og Borgarfjarðarsýslu    – Mál nr. 2208001
Tekið fyrir erindi frá orlofsnefnd húsmæðra Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Lagt fram.

4. Fjárhagsstaða svetarfélagsins    – Mál nr. 2208002
Farið yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og tillögur ræddar
Lagt fram minnisblað frá ÓRÁ. Umræður urðu um stöðuna. ÓRÁ og PD vinna að
útfærslum á upplýsingastreymi fyrir nefndarmenn.

5. Kosning fulltrúa í Þróunarfélag Grundartanga ehf.    – Mál nr. 2208003
Kosning fulltrúa í Þróunarfélag Grundartanga ehf. fyrir árið 2022.
Samþykkt að Jón E. Einarsson verði aðalmaður og Óli Rúnar Ásgeirsson verði til
vara.

6. Lögheimili sveitarfélagins og prókúruhafi    – Mál nr. 2208004
Lagt til að lögheimili sveitarfélagsins verði að Mófellsstaðakoti hjá oddvita.
Eins að oddviti Jón Eiríkur Einarsson sé prókúruhafi sveitarfélagsins.
Það samþykkt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19:45.