Hreppsnefndarfundur nr.176

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 176

þriðjudaginn 13. desember 2022 kl.17:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Óli Rúnar Ástþórsson, Kristín Jónsdóttir og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:
Almenn mál

  1.   Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2023    – Mál nr. 2212005
    Oddviti leggur fram tillögu um útsvarsprósentu fyrir árið 2023, leggur til að hækka prósentuna frá 12,44% í 12,66%.
    Er það gert með fyrirvara um að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaganna fyrir áramót.
    Vísa í erindi frá framkvæmdarstjóra Samband Íslenskra sveitarfélaga er barst í dag í tölvupósti.
    Tillagan rædd. KJ og JEE styðja framlagða tillögu. ÓRÁ, SGÞ og PD samþykka
    að leggja á óbreytt lágmarksútsvar.

2.  Fjárhagsáætlun 2023    – Mál nr. 2210007
Fjárhagsáætlun lögð fram til seinni umræðu.

Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingum. Áætlun samþykkt með afgangi. Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2023 verði óbreytt frá fyrra ári, fyrir A-stofn 0,45% og fyrir C-stofn 1,28%.

3.   3 ára fjárhagsáætlun 2024-2026    – Mál nr. 2211011
Seinni umræða um 3. ára fjárhagsáætlun
Áætlunin samþykkt samhljóða.

4.   Erindi frá vinnuhópi um eigandastefnu Faxaflóahafna.    – Mál nr. 2204012
Á fundi hreppsnefndar þann 27. maí s.l. var frestað að afgreiða tillögur á breytingum á sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og eins nýrri eigandasamþykkt. Hreppsnefnd lagði til breytingu á sameignarfélagssamningi og frestaði síðan afgreiðslu. Á aðalfundi
Faxaflóahafna þann 24. júní var breyting á sameignarfélagssamningi samþykkt með 95,64% atkvæðamagni eiganda ótengd mætingu á
aðalfundinn. Skorradalshreppur sat hjá við afgreiðsluna.

Sameignarfélagsamningur:
Líst er vonbrigðum að tillaga sveitarstjórnar frá 27. maí s.l. hafi ekki fengið umræðu og afgreiðslu annaðhvort hjá vinnuhópi um eigandastefnu eða á aðalfundinum sjálfum áður en sameignarfélagssamningurinn var afgreiddur.
Eigandastefna:
Hreppsnefnd fellst á tillögur á breytingum á eigandastefnu Faxaflóahafna. Í drögunum felast umbætur á stjórnarháttum, upplýsingagjöf til eiganda, samskiptum og breyttu fyrirkomulagi á ákvörðunartöku. Hreppsnefnd óskar eftir því til framtíðar að allir eigendur komi að samráði við breytingar á eigandastefnu og sameignarfélagssamningi.

5.   Eigendafundur Faxaflóahafna sf.    – Mál nr. 2212007
Boðað til eigendafundar Faxaflóahafna sf. þann 4. janúar n.k. í samræmi við grein 4.3 í sameignarfélagssamningi um félagið. Breyting á reglugerð um Faxaflóahafnir hefur verið samþyktt af Innviðaráðuneytinu. Á dagskrá fundarins er undirritun ný sameignarsamnings, lýst verður kjör og tilnefningu nýrra sjórnarmanna. Eins verður borin upp tillaga að nýrri eigandastefnu félagsins.
Samþykkt að Jón Eiríkur Einarsson fari á fundinn. Til vara Óli Rúnar Ástþórsson.

6.   Þróunarfélag Grundartanga ehf.    – Mál nr. 2212002
Erindi frá oddvita
Minnisblað frá oddvita lagt fram.
Samþykkt.

7.   Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni    – Mál nr. 2209013
Lagður fram breyttur samningur umdæmisráðs barna á landsbyggðinni. Hefur tekið nokkrum breytingum frá samþykkt í september s.l. Farið yfir breytingarnar. Samþykktar breytingar og oddvita falið undirrita hana.

8.  Grænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar    – Mál nr. 2212009
Erindi frá Innviðarráðuneytinu.
Eftir víðtæka gagnasöfnun hefur grænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar litið dagsins ljós í samráðsgátt stjórnvalda.
Farið yfir erindið. Oddvita falið að semja og senda umsögn í samráðsgáttina.

Fundargerðir til staðfestingar

9.   Skipulags- og byggingarnefnd – 168    – Mál nr. 2212002F
Lögð fram fundargerð frá 6. desember s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
9.1   2210004 – Byggingarfltr. ONE Robot tenging við HMS byggingargátt
9.2   2204008 – Fitjahlíð 95, 95a, 97, 99, 100 og 101, lóðateikning
9.3   1710006 – Hagi skipting á landi
9.4   2209009 – Dagverðarnes 125, breyting deiliskipulags
9.5   2209010 – Refsholt 24, breyting deiliskipulags

Fundargerðir til kynningar

12. Fundargerð nr. 915 í stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga    – Mál nr.2212001
Lögð fram

13. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fundargerð nr. 179    – Mál nr. 2212004
Lögð fram

14. Faxaflóahafnir – aðalfundargerð 2022    – Mál nr. 2212008
Lögð fram til kynningar.

Skipulagsmál

10. Refsholt 24, breyting deiliskipulags    – Mál nr. 2209010
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. nóvember til 4. desember 2022.Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

11. Dagverðarnes 125, breyting deiliskipulags    – Mál nr. 2209009
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. nóvember til 4. desember 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20:45.