Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 178
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Samþykktir sveitarfélagsins. – Mál nr. 2206006
Lagðar fram til seinni umræðu.
Samþykktirnar samþykktar og oddvita falið að senda þær til Innviðaráðuneytisins.
2. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – Mál nr. 2206017
Farið yfir þau 3 tilboð sem bárust í endurskoðun á ársreikningi sveitarfélagsins.
Oddviti leggur til að gengi verði að tilboði KPMG þar sem þeir reyndust lægstir.
3. Uppgjör 2022 vegna þjónustu Borgarbyggðar – Mál nr. 2302018
Oddviti fer yfir reikninga Borgarbyggðar vegna ársins 2022.
Lagt fram.
4. Birkimói 2, 4 og 6 – Mál nr. 1706004
Lóð nr. 4 í Birkimóa var skilað inn og er því laus.
Samþykkt að auglýsa lóðina Birkimóa 4 til leigu. Oddvita falið að vinna málið áfram.
5. Starfslýsing oddvita – Mál nr. 2302023
Farið yfir starfslýsingu á starfi oddvita.
Starfslýsing samþykkt.
6. Verkefnalisti sveitarfélagsins – Mál nr. 2302024
Farið yfir verkefnalista sveitarfélagsins sem ekki hefur fallið undir starf oddvita.
Farið yfir listann, frestað til næsta fundar.
7. Erindi frá stjórn Framdalsfélagsins. – Mál nr. 2302010
Lagt fram.
Oddvita falið að ræða við stjórn Framdalsfélagsins.
8. Aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins – Mál nr. 2302013
Öryrkjabandalag Íslands óskar eftir tilnefningu á Aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
Samþykkt að tilnefna Kristínu Jónsdóttir. Jón E. Einarsson er til vara.
9. Fulltrúi í vatnasvæðanefnd Umhverfisstofnunar – Mál nr. 2302012
Umhverfisstofnun sendi bréf til sveitarfélagsins vegna tilnefningar í vatnasvæðanefnd sem starfar vegna framkvæmdar laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 535/2011 um stjórn vatnamála.
Samþykkt að tilnefna Pétur Davíðsson í vatnasvæðanefnd. Jón E. Einarsson til vara.
10. Samstarf slökkviliða á Vesturlandi – Mál nr. 2302011
Erindi frá SSV þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Skorradalshreppur skipi sameiginlega 1 fulltrúa í vinnuhópinn.
Hreppsnefnd leggur til að fulltrúinn komi frá Borgarbyggð. Samþykkt að tilnefna Lilju Björg Ágústsdóttir í nefndina. Oddvita falið vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
11. Tilboð í prentbúnað fyrir sveitarfélagið – Mál nr. 2302014
Lagt fram tilboð frá Kjaran ehf. vegna kaupa á nýjum prentbúnaði.
Oddvita falið að vinna málið áfram.
12. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ágangs búfjár. – Mál nr. 2302015
Lagt fram.
13. Orlofsnefnd húsmæðra í Mýra og Borgarfjarðarsýslu – Mál nr. 2302017
Orlofsnefnd Mýra-og Borgarfjarðarsýslu leitar eftir fjárhagsstuðningi fyrir orlofsferðina 2023.
Samþykkt.
14. Þjónusta við íbúa sveitarfélagsins. – Mál nr. 2302016
Lagt fram fyrirspurn frá Þórhildi Ýr Jóhannesdóttur um þjónustu í sveitarfélaginu þegar litið er til niðurgreiðslu fyrir börn, öryrkja og eldri borgara.
Samþykkt að íbúar í Skorradalshreppi fái sambærilega niðurgreiðslu, eins og tíðkast í Borgarbyggð.
15. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og eyðingu í Skorradalshrepp – Mál nr. 2302019
Lögð fram til fyrri umræðu gjaldskrá sorphirðu og eyðingu.
Samþykkt að vísa gjaldskrá til seinni umræðu.
16. Gjaldskrá fyrir rotþróarhreinsun í sveitarfélaginu – Mál nr. 2302020
Rætt um gjaldskrá fyrir rotþróarhreinsun í sveitarfélaginu.
Samþykkt að vísa gjaldskránni til seinni umræðu.
17. Persónufulltrúamál sveitarfélagins. – Mál nr. 1811001
Tekið fyrir bréf frá Dattaca Labs vegna fyrirhugaðs samkomulags um sameiginlega ábyrgð við SÍS.
Lagt fram, athugasemdir Dattaca Labs samþykktar.
18. Boðun á Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga nr. XXXVIII – Mál nr. 2302027
Landþingið verður haldið 31. mars n.k.
Fundargerðir til staðfestingar
21. Skipulags- og byggingarnefnd – 170 – Mál nr. 2302003F
Lögð fram fram fundargerð frá í gær 14. janúar s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5. liðum. GE vék af fundi undir afgreiðslu 5. liðar fundargerðinnar.
21.1 2302001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 69
21.2 2211015 – Dagverðarnes 72a, Umsókn um byggingarleyfi
21.3 2301006 – Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingareimild
21.4 2103006 – Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag
21.5 1911001 – Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá
Fundargerðir til kynningar
19. Fundargerð nr. 916, 917 og 918 Í stjórn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2302021
Lagðar fram
20. Fundargerðir Faxaflóahafna sf. nr.224-227 – Mál nr. 2302022
Lagðar fram.
Skipulagsmál
22. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir er varðar beiðni um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar er varðar fjarlægð bygginga frá Skorradalsvegi (508). Skipulagsstofnun telur rök fyrir veitingu undanþágunnar feli ekki í sér sérstakar ástæður sem réttlæta það að vikið verði frá fjarlægðarmörkum d-liðar í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun metur það svo að ekki séu fyrir hendi forsendur til að veita umsögn um undanþágubeiðnina og skýra þurfi nánar hvaða sérstöku landfræðilegu aðstæður eða ástæður eigi við í þessum afmörkuðu tilvikum. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 169. fundi sínum að málinu verði frestað og haft verði samband við hönnuð svæðisins til að fá frekari röksemdarfærslu fyrir undanþágu frá ákvæðum gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Röksemdafærsla hönnuðar liggur fyrir:
1.Vegagerðin gerði engar athugasemdir við útfærsluna í sinni umsögn um útfærsluna.
2.Það eru fjöldamörg fordæmi fyrir sambærilegri útfærslu, nálægð við veg, annarsstaðar í dalnum.
3.Í gildu aðalskipulagi er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð nái alveg niður að vegi og eru stærðarafmarkanir og fjöldi lóða í aðalskipulagsbreytingu sem gerð var 2021 þannig að ekki er hægt að uppfylla allar kvaðir þar nema að nýta reitina í samræmi við afmörkun.
4.Hámarkshraði á veginum er 60 km en ekki 90 km
5.Svæðið er staðsett í frekar brattri brekku þar sem er mikill birkigróður og því mun húsið á neðstu lóðinni standa amk. 5 metrum hærra en vegurinn og lóðir nr. 301 og 302 minnst 10 metrum hærra en vegurinn sem minnkar öll áhrif sem umferð um veginn getur haft.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 170. fundi sínum að hreppsnefnd gerði rökin að sínum og skipulagsfulltrúa verði falið að koma þeim og uppfærðri skipulagsáætlun til ráðuneytisins og Skipulagsstofnunar.
Hreppsnefnd samþykkir að gera rökin að sínum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að koma þeim og uppfærðri skipulagsáætlun til ráðuneytisins og Skipulagsstofnunar.
Framkvæmdarleyfi
23. Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá – Mál nr. 1911001
Borist hefur erindi frá Mófellsstaðabúinu ehf. þar sem upplýst er að efnistaka hafi ekki farið fram síðan sumarið 2021. Teknir hafa verið samtals 900 m3 frá því að framkvæmdaleyfi var gefið út þann 29.9.2020. Óskað er eftir að sveitarfélagið felli framkvæmdaleyfi úr gildi á grundvelli 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þar sem segir að leyfisveitandi geti fellt framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd stöðvast í eitt ár. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi sbr. 2.mgr. 14. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi sbr. 2.mgr. 14. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
GE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20:40.