Skipulags- og bygginganefnd Skorradalshrepps – 146

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
146. fundur

3. febrúar 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

JEE vék af fundi undir fundarlið 3. JEE vék af fundi kl. 15.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Umsögn við frumvarpi til laga um jarðalög, mál 375 – Mál nr. 2101005
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög. Umsögn skal berast eigi síðar en 10. febrúar 2021 á netfangið nefndarsvid@althingi.is
Skipulagsfulltrúa falið að senda inn umsögn í samráði við nefndina.

Fundargerðir til kynningar

2. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 59 – Mál nr. 2101001F
2.1 1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál
2.2 2101001 – Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi
2.3 2012013 – Dagverðarnes 54, umsókn um byggingarleyfi
Fundargerð lögð fram til kynningar

Byggingarleyfismál

3. Mófellsstaðir ný lóð þríhyrningur – Mál nr. 2012012
Óskað er eftir stofnun lóðar úr landi Mófellsstaða. Nafn lóðar verður Mófellsstaðir-Þríhyrningur og er 8699 fm að stærð, skv. uppdrætti Nýhönnunar, dags. 10.11.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Endurnýjuð umsókn, nú sótt um að byggja gestahús 25,0 m2 í stað 17,4 m2. Umsókn var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem byggingarmagn fer yfir heimildir. 2015 var samþykkt grenndarkynning fyrir byggingu á 17,4 m2, gesthúsi. Óskað er eftir að endurnýjuð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn er varðar 25 fm gestahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 79, 81A, 83, 84 og landeigendum.

Skipulagsmál

5. Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101003
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi Indriðastaðahliðar í landi Indriðastaða er varðar lóðir Indriðastaðahlíðar 124 og 126. Breytingin varðar sameiningu lóða. Skilmálar haldast óbreyttir. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 122, 123, 125, 127, 128 og landeigendum.

6. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009
Fyrstu drög að tillögu deiliskipulags og snið er lagt fram til kynningar.
Lagt er til að óskað verði eftir undanþágu á d lið gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar (90/2013), hjá Umhverfisráðherra, vegna fjarlægðar milli bygginga og Skorradalsvegar (508). Óskað verður eftir að fjarlægð frá vegi að byggingum ofan vegar verði 20 m í stað 100m.
Lagt er til að haft verði samráð við Vegagerðina er varðar fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi, slökkviliðsstjóra er varðar brunavarnir, landeigendur og Fornleifastofnun Íslands er varðar húsakönnun, Minjastofnun Íslands er varðar fornleifar og Veðurstofuna er varðar mat á ofanflóðum. Enn fremur er lagt til að fyrstu drög verði send á lóðarhafa til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7. Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu – Mál nr. 2005008
Á 142. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar aukið byggingarmagn á lóð og breytingin grenndarkynnt. Grenndarkynning hefur ekki átt sér stað. Borist hefur erindi frá lóðarhafa Vatnsendahlíðar 44 þar sem þess er óskað að óveruleg breyting deiliskipulags verði ekki grenndarkynnt og skipulagsgjöld verði felld niður.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að málið verði látið niður falla og skipulagsgjöld felld niður.

8. Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar haustið 2020 – Mál nr. 2101006
Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar, er lagt fram.

9. Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki – Mál nr. 2011014
Umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um tillögu við landsskipulagsstefnu lögð fram.

10. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 59. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem byggingarleyfisumsókn er umfram heimildir í deiliskipulagi. Sótt er um að byggja frístundahús 154m2, gesthús 21,7 m2 og tækjageymslu 51,3 m2, alls 227 m2. Samkvæmt deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsaskógi, III áfanga, er heimilt að byggja eitt frístundahús á hverri lóð allt að 150 m2 að grunnfleti og 15 m2 geymslu sem tengist húsi eða verönd. Breyting deiliskipulags sbr. byggingarleyfisumsókn er í samræmi við gildandi Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að heimila óverulega breytingu deiliskipulags og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Refsholt 19, 20, 24 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Fyrirspurn

11. Furuhvammur 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101007
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar um hvort leyft verði að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags fyrir lóð Furuhvamms 4. Breytingin felur í sér að byggingarmagn á lóð verði aukið úr 165 fm í 300 fm og heimilt verði að byggja tvö aukahús á lóð í stað eins. Gert er ráð fyrir að aukahúsið verði nýtt sem bátaskýli og verði 35 fm að stærð. Gert er ráð fyrir að mænisstefna verði norður/suður.
Það er mat skipulags- og byggingarnefnd að fyrirhuguð breyting samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps, bent er á að breyta þarf deiliskipulagsáætlun er varðar skipulags- og byggingarskilmála þriðja hússins á lóð.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:00.