Skipulags- og byggingarefni nr. 148

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
148. fundur

13. apríl 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson. Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV var á fundi undir lið 3 og 5.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Ársfundur Umhverfisstofnunar 2021 – Mál nr. 2104001
Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn í formi rafrænna funda daganna 8. 15. og 28. apríl 2021. Fundirnir eru samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og náttúrustofa.
Málið kynnt

Fundargerð

2. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 60 – Mál nr. 2103003F
2.1 1811006 – Hvammsskógur 10, byggingarmál
2.2 2102014 – Refsholt 26, Umsókn um byggingarleyfi
2.3 2102016 – Dagverðarnes 40, ums. um byggingarl. gestah
2.4 2103009 – Refsholt 19, Umsókn um byggingarleyfi stækkun
2.5 2103011 – Refsholt 27, umsókn um byggingarleyfi.
2.6 2102013 – Vatnsendahlíð 188, umsókn um byggingarleyfi
2.7 2103010 – Fitjahíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging
2.8 2012011 – Fitjar, sólskáli

Byggingarleyfismál

3. Vatnshorn, stofnun lóðar 2020 – Mál nr. 2012001
Málinu var frestað á 145. og 147. fundi nefndarinnar.
Samþykkt með fyrirvara um að skilgreint verndarsvæði sé innan nýju lóðarinnar.

4. Fitjahlíð 81, bygg.mál – Mál nr. 1411015
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 24.febrúar til 24. mars 2021 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Sótt er um að byggja við frístundahús. Á lóðinni er 36,3 fm frístundahús. Um er að ræða 56.1 fm viðbyggingu. Á lóðinni er einnig gestahús 14,9 fm. Gestahús sem er á lóð verður fært vestar á lóð. Lóðin er sbr. Þjóðskrá Íslands 2000 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar byggingarleyfisumsókn er varðar 56,1 fm viðbyggingu við frístundahús þar sem umsókn samræmist ekki leyfilegu byggingarmagni sbr. aðalskipulagi og gögn eru ekki fullnægjandi.

Skipulagsmál

6. Dagverðarnes 111, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2104002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarness, á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 111. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 155 fm, þ.e. að frístundahús verði allt að 120 fm og að aukahús geti orðið allt að 35 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 105, 107, 109, 112, 113, 114, 115 og landeiganda.

7. Vindmyllur á Grjóthálsi, umsögn lýsingar breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar – Mál nr. 2104003
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 210 þann 11. febrúar 2021, skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð. Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði á Grjóthálsi i landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða þar sem fyrirhugað er að virkja vindorku. Óskað er umsagnar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefndar lýsir almennum áhyggjum yfir uppsetningu vindmyllugarða.

8. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009
Skipulagsfulltrúi hélt fund með landeiganda, þann 16. mars 2021 og með Slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar þann 12. apríl 2021 er varðar brunavarnir. Minjavörður telur að engar minjar séu innan skipulagssvæðis.
Minnisblað landeiganda lagt fram, minnisblað skipulagsfulltrúa vegna fundar með Slökkviliðstjóra Borgarbyggðar lagt fram og tölvupóstur Minjavarðar lagður fram.

9. Stafholtsveggir II, umsögn breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar – Mál nr. 2104005
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 204 þann 8. október 2020, tillögu að breytingu aðalskipulags í landi Stafholtsveggja II í Borgarbyggð. Í breytingunni er gert ráð fyrir að breyta landnotkun á 4,5 ha landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Óskað er umsagnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnarfrestur er til og með 28. maí 2021.
Lagt fram og ekki er talin þörf á gera umsögn.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:15.