Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
144. fundur
- október 2020 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SGÞ og SV voru á fundi í gegnum fjarfundarbúnað.
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum – Mál nr. 2010005 | |
Erindi barst frá Minjaverði Vesturlands þar sem hann hvetur Skorradalshrepp að sækja um að koma Verndarsvæði framdalsins inn á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og þannig tryggja fjármagn til að miðla hinni merkilegu sögu svæðisins. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formaður og skipulagsfulltrúi vinni málið áfram. | ||
Byggingarleyfismál |
||
2. | Kæra nr. 68-2020, Fitjahlíð 30 – Mál nr. 2008001 | |
Úrskurður liggur fyrir er varðar kæru nr. 68/2020 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Niðurstaða úrskurðarnefndar er að hafna kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 8. júlí 2020 um að synja umsókn um að skipta lóðinni Fitjahlíð 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32. | ||
Úrskurður lagður fram og kynntur. | ||
Skipulagsmál |
||
3. | Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009 | |
Erindi var sent út á lóðarhafa innan skipulagssvæðisins og aðliggjandi lóða, ásamt tillögu um afmörkun lóða. Við tillögugerðina var stuðst við þinglýsta leigusamninga er varðar afmörkun lóðanna og lóðastærðir, legu og breidd Skorradalsvegar (508) og gróinn bakka meðfram Skorradalsvatni til að tryggja almannarétt á vatnsbakka sbr. Náttúruverndarlög. Til að lóðarhafar geti skoðað tillögu að afmörkun lóða sinna á vettvangi voru settir út hælar í samræmi við tillöguna þann 6. okt. sl. Lóðarhöfum var boðið að vera viðstaddir útsetningu hæla. Lóðarhafar hafa tækifæri á að koma með athugasemdir við tillögu að afmörkun lóða sinna fyrir 1. nóvember nk. á netfangið skipulag@skorradalur.is. Lögformlegt ferli deiliskipulags hefst ekki fyrr en fullmótuð tillaga liggur fyrir. | ||
Skipulagsfulltrúi kynnti málið og vinnur málið áfram. | ||
4. | Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2006002 | |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 12. ágúst til og með 12. september 2020. Engin athugasemd barst á kynningartíma. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
5. | Lýsing Aðalskipulags Borgarbyggðar – Mál nr. 2010003 | |
Lögð var fram skipulags- og matslýsing dags. 28. maí 2020 fyrir endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar. Verkefnið er unnið á grundvelli skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Í skjalinu er lýst hvernig staðið verður að gerð aðalskipulagsins með það að markmiði að gefa íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 1. mgr. 30. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við skipulagsfulltrúa að koma ábendingum sveitarfélagsins til Borgarbyggðar. | ||
Framkvæmdarleyfi |
||
6. | Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1605014 | |
Erindi barst frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framlengingu á vinnslutíma efnistöku á efnistökusvæði nr. 19 sbr. aðalskipulagi sveitarfélagsins fram til loka árs 2025. Efnismagn verður óbreytt. Búið er að taka 1500 m3 efni, en heimilt er skv. framkvæmdaleyfi dags. 12.9.2017 að taka 4000 m3 af efni. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar framlengingu á vinnslutíma efnistöku til loka árs 2025. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:15.