Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
147. fundur
9. mars 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Skráning matshluta og lóða í fasteignaskrá Þjóðskrár – Mál nr. 2103012
Komið hafa fram skekkjur er varða skráningu fasteigna, lóða og sveitarfélagamörk.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við nefndina.
2. Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps – Mál nr. 2005011
Málið var tekið fyrir á 139. fundi nefndarinnar. Orðið hefur verið við ábendingum nefndarinnar og uppfærð gögn verið send til afgreiðslu er varðar lóð Vatnshorns 1.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar úr landi Vatnshorns, L134102. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulagsmál
3. Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103001
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Skálalæk í landi Indriðastaða, fyrir lóð Skálalækjarás 6. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 120 fm í 175 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjarás 3, 4, 5, 8 og landeigendum.
4. Dagverðarnes 101, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103003
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarness á svæði 3, fyrir lóð Dagverðarnes 101. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 155 fm, þ.e. að frístundahús verði allt að 120 fm og aukahús allt að 35 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 103, 104, 105, 107 og landeiganda.
5. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Lögð er fram til afgreiðslu, að beiðni landeiganda Dagverðarness, tillaga deiliskipulags sjö frístundalóða. Um er að ræða 3,9 ha svæði fyrir ofan Skorradalsveg (508). Enn fremur er lögð fram teikning/snið sem sýnir aðstæður á skipulagssvæði sem verður fylgigagn fyrirspurnar til Veðurstofu Íslands um þörf á staðbundnu hættumati vegna ofanflóða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að óskað verði eftir umsögn Vegagerðar er varðar fjarlægð frá Skorradalsvegi (508), þar sem byggingareitir eru nærri vegi en 100 sbr. gr. 5.3.2.5 lið d í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Enn fremur verði send fyrirspurn á Veðurstofu Ísland um það hvort að þörf sé á staðbundnu hættumati vegna ofanflóða fyrir skipulagssvæðið. Lagt er til að gerðar verði breytingar á tillögu deiliskipulags í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009
Minnisblað er varðar staðbundið hættumat fyrir frístundabyggð í Kiðhúsbala dags. 2.3.2021 er lagt fram og kynnt. Niðurstaða þess er að ofanflóðahætta er talin vera undir viðmiðunarmörkum í Kiðhúsbala.
Framkvæmdarleyfi
7. Bakkavarnir í Andakílsá í landi Efri-Hrepps, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2103004
Landeigendur óska eftir framkvæmdaleyfi til bakkavarna í Andakílsá í landi Efri-Hrepps. Umsögn Hafrannsóknarstofnunar og samþykki Veiðifélags Andakílsár liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt til bakkavarna í Andakílsá í landi Efri-Hrepps sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir landeiganda Syðstu Fossa og Veitna sbr. 44. gr. sömu laga að undangenginni umsögn Minjastofnunar Íslands. Lagt er til að framkvæmdatími verði veitt til eins árs. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
8. Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1811007
Lagt fram svar Svæðisstjóra Vestursvæðis Vegagerðar um að verið væri að skoða framlengingu Skorradalsvegar um 800 m í landi Dagverðarness og eins að vinna að lagfæringum í samræmi við öryggisúttekt.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:10.