Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
155. fundur
þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl.09:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV, byggingarfulltrúi sat fundinn undir byggingarleyfismálum. SGÞ vék af fundi kl. 11.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 2103005
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að gera prófun með rafræna undirskrift hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
2. Neðri Hreppur, friðlýsing? – Mál nr. 2201010
Í tengslum við mál nr. 2201006 er varðar erindi Skipulagsstofnunar um umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana við Andakílsárlón er afmarkað friðlýst svæði innan jarða Neðri-Hrepps 1 og Neðri Hrepps. Skorradalshreppur hefur ekki komið að friðlýsingu þess svæði.
Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga hjá Umhverfisstofnun og/eða Umhverfisráðuneytinu um málið.
Byggingarleyfismál
3. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 15. nóvember til 15. desember 2021 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynningargögn bárust ekki til eins aðila og var grenndarkynning því framlengd til 15. jan 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4. Fitjahlíð 39 og 41 lóðablað raunst – Mál nr. 2201004
Landeigendur óska eftir að lóðablað verði samþykkt þar sem það sýnir afmörkun lóðanna.
Skpulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðablað fyrir lóðir Fitjahlíð 39 og 41 að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5. Efri-Hreppur vegsvæði – Mál nr. 2008010
Sótt er um að stofna lóð, undir nýtt vegsvæði, á Mófellsstaðavegi, vegur (507-01).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6. Neðri-Hreppur vegsvæði – Mál nr. 2008009
Sótt er um að stofna lóð, undir nýtt vegsvæði, á Mófellsstaðavegi, vegur (507-01).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7. Neðri-Hreppur 1 vegsvæði – Mál nr. 2102015
Sótt er um að stofna lóð, undir nýtt vegsvæði, á Mófellsstaðavegi, vegur (507-01).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulagsmál
8. Erindi frá Landsnet hf. Hrútafjarðarlína. – Mál nr. 2011008
Landsnet hefur lagt fram valkostaskýrslu með tillögum um raunhæfa valkosti Holtavörðuheiðarlínu 1, þar sem farið hefur verið yfir hugmyndir og ábendingar sem fram komu í samráðsvinnu við hagsmunaaðila og landeigendur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 17. janúar 2022. Óskað var eftir auka fresti fram til 21. janúar nk. sem var veitt.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við nefndina.
9. Refsholt 33, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201008
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 33 í landi Hálsa. Breytingin varðar þakform og hæð langveggja. Óskað er eftir að þak verði einhalla í stað mænisþaks. Hæð lægri langveggja verði ekki hærri en 280cm og hærri langveggja ekki hærri en 400 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er 250 cm og mænishæð 480 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 19, 22, 27, 30, 31, 32, 35, 49 og landeigendum.
10. Refsholt 32, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2201009
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 32 í landi Hálsa. Breytingin varðar þakform og hæð langveggja. Óskað er eftir að þak verði einhalla í stað mænisþaks. Hæð lægri langveggja verði ekki hærri en 280cm og hærri langveggja ekki hærri en 400 cm. Leyfileg vegghæð langveggja er 250 cm og mænishæð 480 cm í gildandi deiliskipulagsáætlun.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugsemda skipulagsfulltrúa og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 30, 33, 34, 35, 36, 49, 51 og landeigendum.
Framkvæmdarleyfi
11. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Orka náttúrunnar hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framkvæmd í og við Andakílsárlón og fyrirspurn um matsskyldu í flokki B skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um framkvæmdina. Í umsögn skal koma fram eftir því sem við á, hvort Skorradalshreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriðið Skorradalshreppur telji þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Umsögn skal skila inn til Skipulagsstofnunar fyrir 11. febrúar 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur móttekið erindið og frestar afgreiðslu þar sem það þarfnast betri yfirferðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við nefndina.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 12:15.