Skipulags- og byggingarnefnd – nr. 145

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshreppsfundur

145. fundur

 

  1. desember 2020 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson , Pétur Davíðsson , Sigrún Guttormsdóttir Þormar , Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV var á fundi í gegnum fjarfundarbúnað

Þetta gerðist:

 

Almenn mál
1. Húsakönnun 2018 – Mál nr. 1802001
Styrkumsókn í Húsafriðunarsjóð 2021 lögð fram og kynnt er varðar seinni áfanga húsakönnunar í Skorradal.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram og sendi inn umsókn eigi síðar en í dag 1. des. 2020.
2. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum – Mál nr. 2010005
Á 144. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt fram erindi frá minjaverði og þar var formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Nefndin tekur jákvætt í erindi minjavarðar og leggur til að sótt verði um styrk til verkefnis þegar opnað verður fyrir umsóknir.
3. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum – Mál nr. 2010005
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði árið 2018 samstarfshóp um eflingu fagþekkingar við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum.Hópurinn hefur meðal annars unnið að hönnun merkingakerfis fyrir ferðamannastaði og verndarsvæði. Haldinn var upplýsingarfundur fyrir þau sveitarfélög sem höfðu áhuga á að kynna sér verkefnið.
Gögn voru lögð fram og kynnt.

Fundargerðir til staðfestingar

4. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 58 – Mál nr. 2011003F
4.1 2010009 – Mófellstaðakotsland ums. um byggl.
4.2 2010001 – Fitjahíð 8 umsókn um bygg.leyfi
4.3 2011013 – Hrísás 18 Umsókn um byggingarleyfi, viðbygg
JEE tók ekki þátt í afgreiðslu liðar 4.1 í fundargerð

Byggingarleyfismál

5. Fitjahlíð 8 umsókn um bygg.leyfi – Mál nr. 2010001
Sótt er um að endurbyggja og stækka núverandi hús á Fitjahlíð 8. Byggingamagn á lóðinni nú 81 m2, verður 122,2 m2 Núverandi byggingar á lóðinni, 01-0001 kjallari, 35 m2 01-0101 hæð, 36 m2 02-0101 bátaskýli 9,9 m2 Eftir stækkun, 01-0001 kjallari, 36 m2 01-0101 hæð, 73 m2 02-0101 bátaskýli 13,2 m2. Lóð er skráð 1300 fm. Vísað til Skipulags- og bygginganefndar þar sem ekkert deiliskipulag eða byggingaskilmálar eru í gildi á þessu svæði.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði hafnað þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins, en skv. því er heimilað byggingarmagn á lóð 100 fm á lóðum sem eru allt að 2000 fm að stærð. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6. Stofnun lóðar í landi Vatnshorns – Mál nr. 2012001
Málið var tekið fyrir á 139. fundi nefndarinnar. Ekki hefur verið orðið við ábendingum nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að gögn verði uppfærð til samræmis við bókun 139. fundar nefndarinnar. Málinu frestað. Lagt er til að byggingarfulltrúi vinnur málið áfram.

Skipulagsmál

7. Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2006002
Málinu var vísað frá 150. fundi hreppsnefndar til skipulags- og byggingarnefndar að beiðni skipulagsfulltrúa, þar sem athugasemd barst á grenndarkynningartíma, en bókað hafði verið á 144. fundi skipulags- og byggingarnefndar að engin athugasemd hafði borist. Innsend athugasemd hefur verið yfirfarin og lagt er til að koma til móts við innsenda athugasemd með því að breyta grenndarkynntri tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags á þann veg að þakform og hæða húss verði skilgreint í samræmi við framlagða teikningu byggingar frístundahúss og heimilað byggingarmagn lóðar verði 147,7 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna niðurstöðu sveitarstjórnar til þeirra sem tjáðu sig um hina grenndarkynntu tillögu, senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
8. Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki – Mál nr. 2011014
Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88(2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landskipulag.is. Frestur til að koma með skriflegar athugasemdir við tillöguna er til og með 8. janúar 2021.
Viðauki landsskipulagsstefnu lagður fram.
9. Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1907002
Á 137. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að breyta deiliskipulagi er varðar legu byggingarreits sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt. Samkvæmt ábendingum lögfræðings sveitarfélagsins er ekki heimilt sbr. gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að byggja nær lóðarmörkum innan frístundabyggðar en 10 m. Lagður hefur verið fram nýr uppdráttur þar sem tekið hefur verið tillit til ofangreinds. Breytingin felur í sér að lega byggingarreits breytist á báðum lóðum. Á lóð Hvammskógi 21 verði hámarks hæð frístundahúss 6,5m í stað 5,2 m, heimilað byggingarmagn lóðar verði 150 m2 í stað 120m2 og heimilt verði að byggja kjallara. Á lóð Hvammsskógi 23 verði heimilt að byggja 35 m2 gestahús í stað 30 m2 og heildar byggingarmagn lóðar verði 220 m2 í stað 265 m2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimili óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita, hæð bygginga, og heildarbyggingarmagn lóða og hún verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10. Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2009001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 16. okt. til og með 16. nóv. 2020. Engin athugsemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
11. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009
Viðbrögð hafa borist frá nokkrum lóðarhöfum eftir að hælar voru settir út sem sýndu tillögu afmörkun lóða. Í kjölfarið var farið aftur á vettvang til mælinga sem tók tillit til ábendinga lóðarhafanna. Ný tillaga að afmörkun lóða er lögð fram í samræmi við þá vinnu. Næsta skref er að móta skipulagstillöguna.
Skipulagsfulltrúi kynnti málið og vinnur málið áfram.
12. Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1811007
Umferðaröryggisúttekt liggur fyrir á Skorradalsvegi (508) í landi Hvamms og Dagverðarness. Skýrslan lögð fram og kynnt ásamt tölvupósti frá Pálma Þór Sævarssyni, svæðisstjóra Vestursvæðis Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna og leggur til að farið verði í úrbætur í samræmi við hana. Skipulagsfulltrúa falið að svara svæðisstjóra.
13. Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 1908011
Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu frá 20. október til og með 1. desember 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Gera þarf breytingu á 4. og 9. gr. í samræmi við umsögn slökkviliðsstjóra. Einnig þarf að breyta 10. og 17. gr. í samræmi við athugasemdir nefndarinnar. Uppdrætti verði einnig breytt í samræmi við breytingar greinargerðar. Nefndin leggur einnig til að afmörkun skipulagssvæðis verði höfð óbreytt frá eldra skipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Dyrholts í landi Indriðastaða ásamt ofangreindum athugasemdum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
14. Umsögn við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123-2010, mál 275 – Mál nr. 2011015
Breytingin varðar uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk. Umsögn sveitarfélagsins er lögð fram og kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umsögn verði send inn og skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.
15. Endurskoðun aðalskipulags – Mál nr. 1909017
Skipulagsfulltrúi gerð grein fyrir samtali við Skipulagsstofnun er varðar endurskoðun aðalskipulags.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15.