Skipulags- og byggingarnefnd nr. 149

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
149. fundur

þriðjudaginn 18. maí 2021 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Sigrún Guttormsdóttir Þormar aðalmaður nefndar var forfölluð.

Þetta gerðist:

Framkvæmdarleyfi

1. Efnistaka í landi Efstabæjar, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2105001
Lögreglustjórinn á Vesturlandi f.h. aðgerðarstjórnar vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, leggur áherslu á að gera þurfi veg F508 greiðfærari í því skyni að hann geti nýst sem flóttaleið eins og skilgreint er í viðbragðsáætlun. Vegagerðin óskar því eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku 800 m3 efnis til vegaframkvæmda á vegi F508-04. Um er að ræða efnistöku í námu 24 og 25 og í flokki 1 sbr. Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þar sem um er að ræða efnistöku í flokki 1 er heimiluð efnisdýpt 1 m og leyfi Fiskistofu þarf fyrir efnistökunni. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur fyrir sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Yfirborðsmælingar verða framkvæmdar af sveitarfélaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. og 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 800 m3 efnis til vegaframkvæmda á vegi F508-04 að undangengnu leyfi Fiskistofu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:00.