Skipulags- og byggingarnefnd nr. 150

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
150. fundur

þriðjudaginn 15. júní 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar – Mál nr. 2106001
Óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Skiptar skoðanir voru meðal aðila í verkefnisstjórn áætlunarinnar sem leiddi til þess að samið var minnihlutaálit. Umsagnarfrestur er til 18. júní nk.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tekið verði undir minnihlutaálit verkefnisstjórnarinnar er varðar að sveitarfélag ber ábyrgð á veitingu framkvæmdaleyfis, sem jafnframt þarf að vera í samræmi við skipulag, sbr. 13. gr. laga nr. 123/2010 og 4.-5. gr. rg. nr. 772/2012. Mikilvægt er að landsáætlun sé skýr, taki tillit til gildandi laga s.s. laga um skóga- og skógrækt nr. 33/2019 og laga um náttúruvernd nr. 60/2013 auk gildandi alþjóðlegra samninga.

2. Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 2103005
Mannvirkjastofnun er með til umsagnar leiðbeiningar um rafræna undirskriftir.
Byggingarfulltrúa falið að kynna sér málið.

Fundargerðir til staðfestingar

3. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 61 – Mál nr. 2105001F
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn er varðar 56,1 fm viðbyggingu við frístundahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 39, 43, 44, 46 og landeigendum.
1.1 2104004 – Dagverðarnes 60, umsókn um byggingarleyfi
1.2 1609006 – Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi
Fundargerð lögð fram til kynningar

Byggingarleyfismál

4. Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1609006
Á 61. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa er málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar þar sem byggingaráformum var hafnað þar sem mænishæð er ekki í samræmi við deiliskipulag.
Byggingaráformum er hafnað þar sem mænishæð er ekki í samræmi við deiliskipulag.

5. Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging – Mál nr. 2103010
Málinu var hafnað á 156. fundi hreppsnefndar þann 14.4.2021. Sótt er um að byggja við frístundahús. Á lóðinni er 36,3 fm frístundahús. Um er að ræða 56.1 fm viðbyggingu. Á lóðinni er einnig gestahús 14,9 fm. Gestahús sem er á lóð verður fært vestar á lóð. Lóðin er 3500 fm. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilað byggingarmagn lóðar 175 fm. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn er varðar 56,1 fm viðbyggingu við frístundahús verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Fitjahlíð 39, 43, 44, 46 og landeigendum þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Skipulagsmál

6. Indriðastaðahlíð 124 og 126, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101003
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 24. febrúar til 24. mars 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

7. Skálalækjarás 6, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 14. apríl til og með 14. maí 2021. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Athugasemdin hefur ekki áhrif á grenndarkynnta tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

8. Landsskipulagsstefna 2015-2026, viðauki – Mál nr. 2011014
Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að senda umsögn er til 29. apríl nk.
Málið kynnt.

9. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Lögð er fram til afgreiðslu, að beiðni landeiganda Dagverðarness, tillaga deiliskipulags sjö frístundalóða á svæði 9. Ekki er talin þörf á staðbundnu hættumati sbr. áliti Veðurstofu Íslands. Umsögn Vegagerðar liggur ekki fyrir er varðar fjarlægð frá Skorradalsvegi (508). Óskað verður eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HEV), Minjastofnunar Íslands og Slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu þar til búið er að taka tillit til ábendinga nefndarinnar.

10. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009
Umsögn Vegagerðar liggur fyrir sbr. erindi dags. 5.5.2021. Fornleifastofnun Íslands er að vinna að húsakönnun frístundabyggðar Fitjahlíðar.
Drög að tillögu deiliskipulags lögð fram til kynningar.

11. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 16. mars til 16. apríl 2021. Formgalli var á tillögunni og breytingin var því grenndarkynnt aftur frá 5. maí til 5. júní 2021. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Athugasemd hefur ekki áhrif á grenndarkynnta tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda og svara innsendri athugasemd í samræmi við umræður á fundinum.

12. Vatnsendahlíð 183, 8.áfangi, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2106002
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi Vatnsendahlíðar 8. áfanga í landi Vatnsenda er varðar lóð Vatnsendahlíðar 183. Breytingin varðar hækkun á mænishæð um 40 cm frá gildandi skipulagi. Uppdráttur helst óbreyttur. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeigendum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:30.